2023
Kjarasamningur við HS veitur undirritaður
Fréttir

Kjarasamningur við HS veitur undirritaður

Kjarasamningur RSÍ við HS veitur var undirritaður í dag þriðjudaginn 21 mars. Félagsmenn VM taka kjör eftir þessum samningum en félagið hefur ekki beina aðild af samningnum, því munu félagsmenn VM ekki kjósa um samninginn en fá kynningu á honum ásamt félagsmönnum RSÍ.
Kynning á samningnum mun fara fram í fjarfundi fimmtudaginn 23. mars klukkan 13:00.
Kosning um kjarasamninginn mun hefjast miðvikudaginn 22. mars klukkan 16:00 og stendur yfir til 28. mars klukkan 16:00
Kosið er rafrænt í gegnum “mínar síður” á heimasíðu RSÍ.