2023
Íslandsmót iðngreina hefst á fimmtudag
Fréttir

Íslandsmót iðngreina hefst á fimmtudag

Íslandsmót iðngreina hefst í Laugardalshöll fimmtudaginn 16. mars. Mótið stendur yfir til 18. mars. Á mótinu verður að þessu sinni keppt í 21 faggrein þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.

Greinarnar eru:

Bakaraiðn, bifreiðasmíði, bílamálun, fataiðn, forritun, framreiðsla, grafísk miðlun, gull- og silfursmíði, hársnyrtiiðn, húsasmíði, kjötiðn, matreiðsla, málaraiðn, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn.

Sigur á Íslandi getur gefið möguleika á að fara og keppa í Evrópu á Euroskills en næsta keppni fer fram í Gdansk í september 2023.

Dagskrá fyrsta dags:

Fimmtudagur 16. mars

08:30 Opnunarhátíð // Keppnisgreinar kynntar

08:50 Tónlistaratriði frá Menntaskólanum í tónlist (MÍT)

09:00 Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnar viðburðinn

09:05 Keppni á Íslandsmóti hefst

09:10 Mín framtíð 2023 hefst með framhaldsskólakynningu og kynningu iðn- og verkgreina á Íslandi

13:00 Húsið opnar fyrir almenning

16:00 Dagskrá lokið til næsta dags