
Kjarasamningur vélstjóra á fiskiskipum felldur
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning vélstjóra á fiskiskipum lauk klukkan 15:00 í dag. Samningurinn var felldur með liðlega 60% atkvæða.
Kjörsókn var 75,7%
Já sögðu 108 eða 38,16%
Nei sögðu 169 eða 59,72%
6 eða 2,12% tóku ekki afstöðu.
Næstu skref eru að samninganefnd félagsins fer yfir málin og setjast þarf aftur að samningsborðinu.