2023
Eingreiðsla til starfsmanna sveitarfélaga
Fréttir

Eingreiðsla til starfsmanna sveitarfélaga

Starfsmenn sem vinna á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga fá eingreiðslu 1. febrúar næstkomandi. Eingreiðslan greiðist starfsmanni sem var í fullu starfi 1. janúar 2023 og er enn í starfi í febrúar 2023. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall.

Starfsmenn í fæðingarorlofi fá eingreiðslu.

Tímavinnufólk fær einnig eingreiðslu m.v. unnar dagvinnustundir.

Full upphæð er 57.000 krónur.