2022
Kjarakönnun VM 2022
Fréttir

Kjarakönnun VM 2022

Kjarakönnun VM meðal félagsmanna sem starfa í landi er nú í gangi. Eins og undanfarin ár hefur VM falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
að sjá um framkvæmd könnunarinnar.

Félagsvísindastofnun hefur sent þátttakendum tölvupósta með slóð á könnunina (og ítrekanir á þá sem ekki hafa tekið þátt), dagana 9., 14. og 17. nóvember.

  • Þátttakendur þurfa að fara í einhvern af þeim póstum.
  • Sendandi póstsins er Félagsvísindastofnun og heiti hans er Kjarakönnun VM 2022.
  • Ekki þarf aðgangsorð eða auðkenni.

ATH. Svona fjölpóstur getur lent í ruslpósti móttakenda.

Könnunin tekur til septemberlauna árið 2022 og þurfa þátttakendur því að hafa launaseðil fyrir september mánuð við hendina, þegar þeir svara könnuninni.
Við hvetjum þá sem eru í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt. Kjarakannanir eru grunnur að starfi félagsins í kjaramálum og félagsmenn nýta þær til að bera kjör sín saman við kjör annarra. Það er því mikilvægt að sem flestir taki þátt svo könnunin verði áreiðanleg.