Úrræði fyrir atvinnulausa

Félagsmenn VM í atvinnuleit

Endurgreiðsla félagsgjalda til VM
Verði félagsmaður VM atvinnulaus í sex mánuði eða lengur, fær hann andvirði félagsgjaldsins fyrir þann tíma endurgreiddan.

Námskeið

IÐAN fræðslusetur veitir upplýsingar um námsúrræði og heldur ýmis námskeið sem félagsmenn VM fá afslátt af. Þar er einnig hægt að fá viðtal við náms- og starfsráðgjafa, fara í raunfærnimat og áhugasviðskannanir. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu IÐUNNAR fræðsluseturs: http://www.idan.is.
Vinnumálastofnun hefur greitt 50% af námskeiðskostnaði hjá IÐUNNI, upp að ákveðnu hámarki, en félagsmönnum er bent á að fá staðfestingu Vinnumálastofnunar áður en farið er á námskeiðið, IÐAN hefur styrkt atvinnulausa um 25% af námskeiðskostnaði og VM borgar 60% af þeim kostnaði sem félagsmaður þarf að greiða meðan hann á inneign í fræðslusjóði VM.