Laus störf

Yfirvélstjóri á Særúnu – Stykkishólmur , Sæferðir ehf.

Starfslýsing Sæferðir leita að metnaðarfullum og ábyrgum einstakling í starf yfirvélstjóra um borð í útsýnisskipinu Særúnu hjá Sæferðum í Stykkishólmi. Um er að ræða fullt starf samkvæmt siglingaáætlun skipsins. Helstu verkefni felast í siglingu á Særúnu í stöðu yfirvélstjóra, almennri vélaumsjón og eftirlit, þátttaka í þjónustu við farþega. Möguleikar á siglingum á ferjunni Baldri. Særún er 970 kW þiljað farþegaskip, tvíbitna, og byggt árið 1978. Skipið er 194 brúttótonn og hefur heimild til að sigla með 144 farþega. Siglt er samkvæmt áætlun frá Stykkishólmi í útsýnis- og upplifunarferðum um Breiðarfjörð.

Sjá nánar