Stjórnarkjör VM 2020

English

Polski

Í ár verður kosið til stjórnar VM.
Kosið verður til  stjórnar fyrir tímabilið 2020 til 2022 í allsherjaratkvæðagreiðslu.

Kosningin hefst þriðjudaginn 3. mars 2020 og lýkur klukkan 17:00 þann 24. mars 2020. Kosningin er rafræn í umsjón fyrirtækisins Outcome kannanir ehf. Allar upplýsingar vistast á vef fyrirtækisins.

Aðgengi að kosningunni er hér neðar á síðunni, sjá leiðbeiningar hér að neðan.

Smelltu hér til að kynna þér frambjóðendur.


Að kjósa

Til að kjósa þurfa þátttakendur að hafa Íslykil eða rafræn skilríki.
Hér eru nánari leiðbeiningar um hvernig sækja eigi um íslykil og rafræn skilríki.
Kjósandi getur kosið eins oft og hann vill en það er bara seinasta atkvæði hans sem gildir.

Þegar smellt er á krækjuna ,,KJÓSA ‘‘ hér að neðan opnast ný síða (innskráningarsíða) þar sem þátttakendur auðkenna sig annaðhvort Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Þegar þáttakandi hefur auðkennt sig opnast ný síða sem beinir honum á síðu með kjörseðlinum. Á kjörseðlinum eru myndir af frambjóðendum í römmum. Þegar smellt er á ramma viðkomandi frambjóðanda skiptir ramminn um lit til merkis um að viðkomandi hefur verið valinn.

Þeir sem komast ekki inn á kosninguna, af innskráningarsíðunni, en telja sig eiga að vera á kjörskrá (geta kosið) geta kært sig inn á kjörskrá með því að senda tölvupóst á halldor.arnar@vm.is með upplýsingum um nafn og kennitölu.

KJÓSA