Ferðakostnaður

Ferðakostnaður

Sjóðnum er heimilt að taka þátt í óhjákvæmilegum ferðakostnaði sjóðsfélaga innanlands ef hann, maki og/eða barn hans undir 18 ára aldri, þarf læknismeðferð eða sjúkrahúsvist utan heimabyggðar og Sjúkratryggingar Íslands  greiða ekki ferðakostnað. Hámarks ferðir eru 4 á hverju 12 mánaða tímabili en hinsvegar hefur stjórn sjóðsins heimild til þess að greiða auka ferðir eftir vel rökstuddu erindi til stjórnar. Sjóðurinn endurgreiðir 2/3 hluta kostnaðar af fargjaldi með áætlunarferð eða ef eigin bifreið er notuð skal kílómetragjald taka mið af auglýstu kílómetragjaldi SÍ og mun endurgreiðsla nema 2/3 af kostnaði félagsmanns að hámarki 30.000 kr. hver ferð. 

Beiðnir og fylgibréf þurfa að berast til Elínar Sigurðardóttur, netfang elin@vm.is 
Umsóknir þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. hvers mánaðar til að greiðsla berist þann 1. næsta mánaðar.
ATH!! Í desember þurfa umsóknir að berast sjóðnum fyrir 15. desember.

Fyrirvari um ábyrgð varðandi meðferð umsókna/gagna með netpósti.
Vinsamlega athugið að notkun netpósts er ekki örugg leið gagna og VM ábyrgist ekki öryggi trúnaðarupplýsinga sem eru sendar í gegnum netpóst.

Sækja um rafrænt

Prenta út umsókn