Dvalastyrkur

Dvalastyrkir

Sjóðnum er heimilt að veita sjóðsfélögum dvalarstyrk (hlutfall húsaleigu eða annars gistikostnaðar) vegna sjúkrahúsdvalar eða læknisaðgerðar maka eða barns undir 18 ára aldri sem sækja verður út fyrir heimabyggð innanlands og Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki. Kostnaðarþátttaka skal miðuð við vikuleigu á íbúðum Sjúkrasjóðs VM og greiðist tvisvar á 12. mánaða tímabili.

Rétt til greiðslu úr sjóðnum skal sanna með læknisvottorði. Einnig þarf staðfestingu frá Sjúkratryggingum (sé um það beðið) að ekki sé veittur dvalarstyrkur.

Beiðnir og fylgibréf þurfa að berast til Elínar Sigurðardóttur, netfang elin@vm.is
Umsóknir þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. hvers mánaðar til að greiðsla berist þann 1. næsta mánaðar.
ATH!! Í desember þurfa umsóknir að berast sjóðnum fyrir 15. desember.

Fyrirvari um ábyrgð varðandi meðferð umsókna/gagna með netpósti.
Vinsamlega athugið að notkun netpósts er ekki örugg leið gagna og VM ábyrgist ekki öryggi trúnaðarupplýsinga sem eru sendar í gegnum netpóst.

Sækja um rafrænt

Prenta út umsókn