Styrkir úr sjúkrasjóði gamalt

Hér eru upplýsingar um aðra styrki sem greiddir eru úr sjúkrasjóði félagsins. Athugið að umsóknir þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar til að greiðsla berist 1. næsta mánaðar. Í desember þurfa gögn að berast fyrir 15. desember. Vinsamlega athugið að notkun tölvupósts er ekki örugg leið gagna og VM ábyrgist ekki öryggi trúnaðarupplýsinga sem sendar eru með þeim hætti.

VM.polska.styrkir

VM.english.styrkir

Dvalarstyrkur

Sjóðnum er heimilt að veita sjóðsfélögum dvalarstyrk (hlutfall húsaleigu eða annars gistikostnaðar) vegna sjúkrahúsdvalar eða læknisaðgerðar maka eða barns undir 18 ára aldri sem sækja verður út fyrir heimabyggð innanlands og Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki. Kostnaðarþátttaka skal miðuð við vikuleigu á íbúðum Sjúkrasjóðs VM og greiðist tvisvar á 12. mánaða tímabili.

Rétt til greiðslu úr sjóðnum skal sanna með læknisvottorði. Einnig þarf staðfestingu frá Sjúkratryggingum (sé um það beðið) að ekki sé veittur dvalarstyrkur.

Ferðakostnaður

Sjóðnum er heimilt að taka þátt í óhjákvæmilegum ferðakostnaði sjóðsfélaga innanlands ef hann, maki og/eða barn hans undir 18 ára aldri, þarf læknismeðferð eða sjúkrahúsvist utan heimabyggðar og Sjúkratryggingar Íslands  greiða ekki ferðakostnað. Hámarks ferðir eru 4 á hverju 12 mánaða tímabili en hinsvegar hefur stjórn sjóðsins heimild til þess að greiða auka ferðir eftir vel rökstuddu erindi til stjórnar. Sjóðurinn endurgreiðir 2/3 hluta kostnaðar af fargjaldi með áætlunarferð eða ef eigin bifreið er notuð skal kílómetragjald taka mið af auglýstu kílómetragjaldi SÍ og mun endurgreiðsla nema 2/3 af kostnaði félagsmanns að hámarki 30.000 kr. hver ferð. 

Forvarnarstyrkir

Styrkur vegna heilsutengdra forvarna. Sjóðurinn endurgreiðir 100% af kostnaði sjóðfélaga vegna krabbameinsleitar, lungna- og hjartaskoðunar og heyrnarmælinga. Stjórn sjúkrasjóðs getur sett nánari reglur um forvarnarstyrki.

Frjósemismeðferð/ættleiðing

Heimilt er að greiða styrk vegna kostnaðar við frjósemismeðferð eða ættleiðingar barns. Hámark styrks er  kr. 160.000 en þó aldrei hærri en 50% af kostnaði. Styrkur er veittur einu sinni til ættleiðingar en þrisvar vegna frjósemismeðferðar. Frumrit greiðslukvittunar skal fylgja styrkumsókn.

Heilsurækt

Styrkur vegna heilsuræktar er kr. 50.000 einu sinni á hverju tólf mánaða tímabili en þó aldrei hærri en 60% af fjárhæð reiknings.

Við bendum félagsmönnum góðfúslega á að safna saman kvittunum þar sem styrkurinn er aðeins afgreiddur einu sinni á 12. mánaða fresti.

Heilsustofnanir

Heimilt er að greiða styrk vegna meðferðar á viðurkenndri heilsustofnun, samkvæmt mati sjóðstjórnar. Hámark styrks er 1.700 kr. pr. dag í 30 daga á hverju fimm ára tímabili. Vottorð læknis og frumrit greiðslukvittunar skal fylgja umsókn um styrk.

Heyrnarmælingar

Sjúkrasjóður greiðir að hámarki 100% af kostnaði vegna heyrnarmælinga. Umsókn þarf að fylgja frumrit greiðslukvittunar.

Stoðtæki og laseraðgerðir

Heimilt að greiða styrk til kaupa gleraugum / linsum / laser, stoðtækjum  og heyrnartækjum. Styrkur er veittur einu sinni fyrir hvern lið á þriggja ára fresti. Hámark styrks vegna sjónglerja eða laser er kr. 80.000 en þó aldei hærri en sem nemur 50% af kostnaði. Styrkurinn greiðist ekki vegna skemmda á glerjum sem atvinnurekanda eða tryggingum ber að bæta. Hámark styrks vegna stoðtækja er kr 35.000 en þó aldei hærri en sem nemur 50% af kostnaði.

Hámark styrks vegna heyrnartækja er kr 80.000 pr. tæki en þó aldrei hærri en sem nemur 50 % af kostnaði. Styrkur vegna heyrnartækja miðast við að réttur sé til endurgreiðslu á hluta kostnaðar frá Tryggingastofnun. Frumrit  greiðslukvittunar skal fylgja styrkumsókn. Félagsmenn sem hætta störfum vegna aldurs eða örorku eiga kost á styrkjum vegna kaupa á heyrnartækjum á þriggja ára fresti ævilangt.

Ekki er greitt vegna skemmda á glerjum sem atvinnurekanda eða tryggingum ber að bæta.

Læknisþjónusta

Heimilt er að greiða styrk vegna læknisþjónustu við sjóðfélaga. Hámark styrksins er kr. 40.000 á 12. mánaða  tímabili en þó aldrei hærri en sem nemur 50% af kostnaði.
Geðlækningar, sálfræðiþjónusta og laser falla einnig undir þennan lið.

Við bendum félagsmönnum góðfúslega á að safna saman kvittunum þar sem styrkurinn er aðeins afgreiddur einu sinni á 12. mánaða fresti.

Dæmi: Lækniskostnaður að upphæð kr. 80.000 = kr. 40.000 styrkur
Dæmi: Lækniskostnaður að upphæð kr. 60.000 = kr. 30.000 styrkur

Sjúkraþjálfun/endurhæfing

Vegna sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, hnykkmeðferðar, nálastungumeðferðar eða sogæðanudds. Er heimilt að greiða sjóðsfélaga allt að 4.000 kr. pr. skipti en þó aldrei hærri upphæð en hann greiðir. Hámark endurgreiddra skipta eru 36 skipti á hverju 12 mánaða tímabili.

Vegna endurhæfingu samkvæmt læknisráði vegna sjúkdóms er heimilt að greiða sjóðsfélaga kr. 550 í allt að 62 skipti á 24 mánuðum en þó aldrei hærri upphæð en þá sem hann greiðir.

Tannlæknaþjónusta

Styrkur vegna tannlækninga er kr. 40.000 einu sinni á hverju tólf mánaða tímabili en þó aldrei hærri en 50% af kostnaði.
Frumrit greiðslukvittunar skal fylgja styrkumsókn.

Við bendum félagsmönnum góðfúslega á að safna saman kvittunum þar sem styrkurinn er aðeins afgreiddur einu sinni á 12. mánaða fresti.

Dæmi: Lækniskostnaður að upphæð kr. 80.000 = kr. 40.000 styrkur
Dæmi: Lækniskostnaður að upphæð kr. 60.000 = kr. 30.000 styrkur

Viðtalsmeðferð

Heimilt er að styrkja sjóðfélaga vegna viðtalsmeðferðar hjá viðurkenndum sálfræðingi, félagsráðgjafa og geðhjúkrunarfræðingi. Meðferð skal falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar.
Greitt er 40% af kostnaði, að hámarki kr. 9.900 per skipti. Styrkur er veittur fyrir allt að 20 skiptum á hverju 12 mánaða tímbili.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

Löggilt greiðslukvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda, tímabil meðferðar, fjöldi skipta ásamt upphæðinni sem greidd var.

Fæðingarstyrkur

Fæðingarstyrkur er veittur foreldri gegn framvísun fæðingarvottorðs og afriti af nýjum launaseðli þar sem fram kemur rétt starfshlutfall. Styrkurinn miðast við starfshlutfall foreldris og nemur hámarksstyrkur kr. 154.000.- vegna hvers barns. Báðir foreldrar eiga rétt séu þeir aðilar að sjóðnum og uppfylla skilyrði um sjóðsaðild.

Ef barn fæðist andvana eftir átján vikna meðgöngu er greitt 50% af styrk.

Útfararstyrkur

Útfararstyrkur, kr. 250.000 er greiddur vegna andláts greiðandi sjóðfélaga svo og vegna þeirra sem hætt hafa störfum en greitt hafa til sjóðsins í a.m.k. 60 mánuði. Með umsóknareyðublaði þarf að fylgja vottorð/staðfesting sýslumanns.

Dánarbætur

Vegna andláts virks og greiðandi sjóðfélaga (skyndifráfall) greiðast
skv. starfshlutfalli dánarbætur til eftirlifandi maka og/eða barna undir
18 ára aldri sem nema fullum dagpeningum í þrjá mánuði. Með umsóknareyðublaði þarf að fylgja vottorð/staðfesting sýslumanns.