Tilkynningar

Vinsamlegast athugið.

Bókanir á vef og bókanir í síma.

Reglan er sú að bókun á vef skal greidd innan 15 mínútna, annars fellur hún niður. Svipaðar reglur verða að gilda um þá sem bóka í gegnum skrifstofu félagsins og þá sem bóka sjálfir í gegnum vefinn. Tímamörk vegna greiðslu á bókunum sem bókaðar eru í gegnum skrifstofu félagsins eru hámark einn sólahringur.

Endurgreiðsla á orlofshúsi

Félagið sér ekki hag í því að sýna óliðlegheit við endurgreiðslu á orlofshúsi. Ef viðkomandi getur af einhverjum ástæðum ekki mætt í húsið, skal hann hafa samband við skrifstofu félagsins áður en dvöl hefst.

Vissir þú að .................

Þú getur bókað og greitt fyrir orlofshús á félagavefnum með bæði kredit- og debetkortum.

Leiga um jól og áramót 

Ekki er hægt að bóka leigu á orlofshúsum um jól og áramót á félagavef.
Fyrir þær bókanir þarf að hafa samband við skrifstofu.