Gistimiðar 2020

VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna bíður félagsmönnum sínum gistimiða á 7 Fosshótelum hringinn í kringum landið.

Verð fyrir gistimiða er kr. 8.500 fyrir tveggja manna herbergi án morgunverðar. Greitt er kr. 4.000 aukalega ef gist er á fjögurra stjörnu hóteli.

Miðarnir eru seldir á skrifstofu VM og sendir félagsmönnum úti á landi þeim að kostnaðarlausu.

Eftirfarandi hótel eru í boði:

  • Grand Hótel Reykjavík
  • Fosshótel Reykholt (í Borgarfirði)
  • Fosshótel Stykkishólmur
  • Fosshótel Vestfirðir (á Patreksfirði)
  • Fosshótel Húsavík
  • Fosshótel Austfirðir (á Fáskrúðsfirði)
  • Fosshótel Jökulsárlón (í Öræfasveit)

*takmarkað magn

ATH.

1. Gistimiðar verða ekki endurgreiddir.

2. Félagsmenn eru hvattir til kanna fyrst hvort laust sé á þeim dagsetningum eða staðsetningum sem það ætlar á áður en miðarnir eru keyptir.