Gistimiðar

Gistimiði á Fosshótel 2017

VM selur gistimiða á Fosshótel á skrifstofu félagsins. Félagsmenn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins geta fengið miðana senda til sín í pósti.

Verð á hvern gistimiða fyrir félagsmann er kr. 12.400

Vetur (jan - apr, okt - des): 1 gistimiði kr. 12.400

Sumar (maí - sept) : 2 gistimiðar. kr. 24.800

Ath: á Fosshótel Reykjavík og Fosshótel Jökulsárlóni þarf að greiða 7.000 kr. aukalega fyrir hverja nótt við innritun.

Fosshótel reka 16 hótel hringinn í kringum landið, í Reykjavík, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austfjörðum og Suðurlandi. Megináhersla Fosshótela er á vinalegt og afslappað andrúmsloft ásamt fjölbreyttri og góðri þjónustu.

Á öllum hótelunum er boðið upp á gistingu í uppábúnum rúmum í herbergjum með baði en nokkur hótel bjóða einnig upp á herbergi án baðs. Staðgóður morgunverður og þráðlaust net er alltaf innifalið.

Flest hótelanna eru opin allt árið um kring, en tvö þeirra eru með takmarkaða starfsemi yfir vetrartímann en þau eru Fosshótel Dalvík og Fosshótel Vatnajökull.

Skilmálar:

 • Gildir á Fosshótelum.    
 • Gistimiðinn gildir fyrir standard tveggja manna herbergi með í eina nótt.
 • Innifalið í verði er morgunmatur, WIFI, 111 kr. gistináttaskattur og 11% VSK.
 • Sama verð þegar ein manneskja er í herbergi.  
 • Verð á aukarúmi ásamt morgunverði er 5.000 krónur.
 • Eitt barn 6 ára og yngri frítt í herbergi með foreldrum ef deilt er rúmi.
  -Aukarúm fyrir 3-12 ára kostar 3.250 kr. greiðist við innritun.
  -Aukarúm fyrir 13 ára og eldri kostar 6.500 kr. greiðist við innritun.

Almennir bókunarskilmálar:

 • Við pöntun verður að koma fram að greitt verði með gistimiða.
 • 48 stunda afbókunarskilmálar, þ.e. rukkað er fyrir eina nótt ef herbergi er afbókað með     styttri fyrirvara eða gestur mætir ekki.  
 • Sérverð gilda fyrir standard herbergi og hótelin áskilja sér rétt til að bjóða hærra gjald fyrir aðrar herbergjatýpur sem greiðist aukalega við innritun.
 • Gistimiðar gilda ekki á sérstökum viðburðum svo sem: Fiskideginum mikla, Menningarnótt, Mærudögum, Dönskum dögum og svo framvegis.  
 • Bókanir skulu berast beint á viðkomandi hótel eða á söluskrifstofu Fosshótela í síma 562 4000. Athugið ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvél á heimasíðu ef greiða á með gistimiða.

Frekari upplýsingar eru á fosshotel.is