Flugmiðar

Félagsmönnum VM stendur til boða sérkjör á flugi milli Reykjavíkur, Hafnar, Húsavíkur, Vestmannaeyja og Bíldudals með Flugfélaginu Erni. Félagsmenn kaupa kóða á skrifstofu VM en hver kóði gildir fyrir eina flugferð. Næst fer fólk inn á heimasíðu flugfélagsins og velur „stéttarfélagsmiði” í „tegund flugmiða”og slær inn kóðann og borgar því fyrir farið með kóðanum.

Athygli er vakin á því að einungis er hægt að bóka eina leið í einu.

Eingöngu félagsmenn mega nýta flugmiðann en ekki fjölskylda, makar né börn. Ef upp kemst um svindl félagsmanna hefur Ernir heimild til að rifta samningi og afturkalla kóða án fyrirvara.

Einnig er það alveg ljóst að þessa miða mega félagsmenn ekki nota vinnu sinnar vegna heldur er þessi samningur eingöngu gerður til að félagsmaður geti ferðast hagstætt á milli með flugi ef svo má að orði komast. Sem sagt þegar fólk ferðast í einkaerindum.

Ekki er hægt að nota þessa flugmiða í eftirfarandi flug á háanna-tímabilinu 1.júní – 31.ágúst ár hvert.
• 08:55 (morgunflug) Reykjavík - Höfn mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga.
• 18:55 (síðdegisflug) Höfn - Reykjavík mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga.
• Öll flug Reykjavík – Vestmannaeyjar og Vestmannaeyjar – Reykjavík á laugardegi og sunnudegi um verslunarmannahelgi ár hvert. Einnig er ekki hægt að nota þessa miða til Eyja á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi um verslunarmannahelgi ár hvert.

Miðarnir eru seldir á skrifstofu, einnig er hægt að hringja í síma 575 9800 eða senda tölvupóst á netfangið vm@vm.is á opnunartíma skrifstofu

Hægt er að greiða fargjaldið með símgreiðslu eða leggja upphæðina inn á reikning 528-26-12000. Kennitala VM er 530169-5299. Mikilvægt er að senda kvittun í gegnum heimabankann á netfangið vm@vm.is og einnig að senda tölvupóst á sama netfang til þess að við vitum hvert á að senda kóðana.

Staður

Verð

Höfn

kr. 14.500

Húsavík

kr. 14.500

Vestmannaeyjar

kr. 12.200

Bíldudalur

kr. 13.500