Svignaskarð

Leigutími: Allt árið

Verð á viku: 34.900

Verð fyrir helgi - vetur: 23.400 - föstudag til mánudag

Verð á dag - vetur: 3.900 - virkur dagur

Húsbúnaður:

 • Sjónvarp
 • Útvarp
 • DVD spilari
 • Örbylgjuofn
 • Uppþvottavél
 • Barnastóll
 • Heitur pottur
 • Barnarúm
 • Gasgrill
 • Leirtau
 • Sængur og koddar

Húsnúmer: 14 og 15 GPS: 64.67406, -21.70520

Lyklar: Lyklar eru í lyklahúsum við útidyr og lykiltölurnar á samningnum.

Herbergi: Hjónaherbergi og tvö svefnherbergi með kojum, samtals átta svefnpláss. Sængur og koddar fylgja fyrir átta. Barnarúm er í húsinu.

Annað:

Rúmgóð verönd og heitur pottur. Sækja þarf tuskur og o.fl. til umsjónarmanns.

Hægt er að kaupa sumarhúsaáskrift að Stöð 2 (leiðbeiningar eru í húsunum).

Munið að taka með ykkur diskaþurrkur, borðtuskur, salernispappír og sængurfatnað.

Vaktþjónusta lækna allan sólarhr. 112 .

Komutími í hús er kl. 16:00.
Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi.
  
ATH: Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu.

Veiðileyfi í neðsta svæði Norðurár sumarið 2019.

Leiktæki fyrir börn er víða að finna á þessu svæði, tveir sparkvellir eru í hverfinu og mínígolfvöllur.

Margar skemmtilegar gönguleiðir liggja frá orlofshúsunum og stutt er í frábærar sundlaugar, til dæmis í Borgarnesi og á Varmalandi. Í Borgarfirðinum er margt að sjá og mjög fjölbreyttir möguleikar til afþreyingar og útiveru.

Golfvöllur er að Hamri, rétt utan við Borgarnes og hestaleigur eru nokkrar í næsta nágrenni Munaðarness. Þá er víða hægt að kaupa ódýr veiðileyfi í vötn í nágrenninu, t.d. Hreðavatn og Langavatn. Veiðileyfi fyrir Hreðavatn eru seld í Hreðavatnsskála og í Langavatn í Hyrnunni. Ferðir á Langjökul njóta vinsælda og þannig mætti lengi telja. Frá Munaðarnesi er stutt að fara til þess að skoða ýmsa fagra og markverða staði, bæði í náttúrufræðilegu og sögulegu samhengi. Borg á Mýrum og Reykholt eru meðal þekktustu staða Íslandssögunnar og Grábrókarhraun, Hreðavatn, Baula, Barnafossar, Surtshellir, Glanni og Paradísarlaut eru meðal helstu náttúruperla landsins.

Kort: