Breyting á útleigu orlofshúsa á meðan kórónuveiran geisar

Það er ljóst að í orlofsbyggð eins og Laugarvatni getur skapast illviðráðanlegt ástand við aðstæður eins og núna.

Við þurfum að reyna að finna leiðir til að draga úr smithættu eins og kostur er, en um leið að halda úti þjónustu. Það er hins vegar vitað að COVID-19 veiran lifir ekki í mjög marga daga og því hefur VM tekið þá ákvörðun að bjóða aðeins upp á  helgarleigu í bústöðum félagsins. 
Athugið að vikuleiga er þó áfram um páskana. 

Bannað er að nota orlofshúsin í sóttkví og að hver og einn ber ábyrgð á að sótthreinsa fyrir og eftir dvöl sína.

Bendum við öllum að kynna sér vel tilmæli frá sóttvarnarlækni.