Nýr kjarasamningur VM við SFS

Þann 18. febrúar 2017 var skrifað undir nýjan kjarasamning VM við SFS vegna starfa vélstjóra á fiskiskipum.

ATH: Upplýsingar um hvernig eigi að kjósa um samninginn eru hér neðar á síðunni.

Helst atriði samningsins

 • Kauptrygging og tímalaun hækka um rúm 23% en aðrir launaliðir um 9,6% (sjá launatöflu hér að neðan).
 • Á samningstímanum verður skiptaverðmætishlutfall að lágmarki 70,5% hjá útgerð sem selur afla til eigin vinnslu innanlands.
 • Kaupskráruppbót kr. 300.000, með orlofi, verður greidd.
 • Tímamörk eru sett á ákvæði kjarasamningsins um 10% lægri skiptaprósentu á nýjum skipum.
 • Útgerð mun skaffa öll hlífðarföt.
 • Fæði um borð verður frítt með tilheyrandi hlunnindamati.
 • Ávinnsla orlofs hjá nýjum atvinnurekanda verður þrjú ár.
 • Skýrara orðalag um: 
  • að útgerð greiði námskeið Slysavarnarskóla sjómanna
  • vinnu vélstjóra í inniverum.
 • Markaðstenging fiskverðs í beinni sölu. 
  • Hvað varðar bolfisk þá styttist viðmiðunartímabil úr 12 mánuðum í þrjá.
   Breytingar á úrskurðarverði mun þá fylgja betur breytingum á markaðsverði. 
  • Miðað er við að verð fyrir slægðan þorsk í beinum viðskiptum miðist við 80% af markaðsverði og að hráefnishlutfall verði um 55% af afurðaverði.
 • Úrskurðarnefnd skal vinna að sambærilegri nálgun fyrir óslægðan þorsk, slægða og óslægða ýsu og karfa.
 • Verðlagsstofa skiptaverðs skal setja fram lýsingu á sambandi milli þyngdar á fiski og verðs á hvert kíló.
 • Verðlagsstofa verður efld.
 • Samið er um betri og samræmda upplýsingagjöf til verðlagsstofu og úrskurðarnefndar um verð á uppsjávarfiski til sjómanna, sem tryggja mun betra eftirliti og eftirfylgni með verði til þeirra.
 • Ákvæði um fjarskiptakostnað sem tryggir að skipverji greiðir einungis raunkostnað.
 • Flestum kröfum SFS haldið út úr samningnum

Bókanir eru um verkefni sem vinna á undir eftirliti sáttasemjara og varða mönnun og skipa launakerfi sjómanna á fiskiskipum.

Sjá samninginn með fylgiskjölum hér

Sjá launatöflu hér

Sjá glærukynningu á kjarasamning hér