Nýr kjarasamningur

Skýringar á kjarasamningi VM við SA

Kjarasamningurinn gildir frá 1. maí 2015 og til desemberloka 2018.
Lágmarkstaxtar hækka að meðaltali um 27,5% á samningstímabilinu.

Launabreytingar 1. maí 2015 - launaþróunartrygging

Starfsmenn sem hófu störf fyrir 1. febrúar 2014

Þeim skal tryggð lágmarkslaunaþróun á tímabilinu frá 2. febrúar 2014 til 30. apríl 2015 með grunnlaunahækkun sem fer stiglækkandi frá 7,2%, fyrir þá sem hafa kr. 300.000 í regluleg heildarlaun, niður í 3,2% hjá þeim með kr. 750.000 í laun (sjá töflu hér við hliðina sem sýnir samhengið milli reglulegra heildarlauna og launahækkunar).
Hafi starfsmaður fengið hækkun eftir 2. febrúar 2014 dregst hún frá grunnhækkuninni. Nema um sé að ræða starfsaldurshækkun í vinnustaðasamningi eða af því viðkomandi hafi lokið sveinsprófi. Hækkun launa og launatengdra liða samkvæmt ákvæði þessu getur aldrei verið lægri en 3,2%. 

Regluleg heildarlaun
Grunnlaunahækkun miðast við föst viku- eða mánaðarlaun
að viðbættum föstum álags- eða aukagreiðslum hverju nafni
sem þær nefnast, þ.m.t. fastri yfirvinnu.

Ný bókun um útfærslu á launaþróunartryggingu
Samningsaðilar eru sammála um að ef yfirvinna starfsmanns fellur undir gr. 2.2.2. í kjarasamningi VM og SA, þannig að heimilt sé að tilkynna um breytingar á henni með tveggja vikna fyrirvara, þá teljist hún ekki föst í skilningi ákvæðis um launasamanburð vegna launaþróunartryggingar.

Því er einungis heimilt að taka tillit til yfirvinnugreiðslna sem bundnar eru í skriflegum ráðningarsamningi og háðar uppsagnarfresti starfsmanns. 

Þeir sem hófu störf á tímabilinu frá 1. febrúar 2014 til 1. maí 2015
Samningsaðilar eru sammála um að í þeim fyrirtækjum þar sem starfsmönnum er raðað á kauptaxta / taxtatöflu á grundvelli starfsreynslu í greininni þá sé sú meginregla í framkvæmd að starfsmenn á sama kauptaxta fái sömu launahækkun óháð starfsaldri hjá vinnuveitanda.

Launaliðir: samkvæmt kjarasamningi frá 21. janúar 2016
2016: Í stað 5,5% launaþróunartryggingar kemur 6,2% almenn launahækkun, að lágmarki kr. 15.000 á mánuði. Launahækkunin kemur til framkvæmda 1. janúar 2016 í stað 1. maí 2016. Hafi launagreiðandi framkvæmt almenna hækkun launa gagnvart þorra starfsmanna á tímabilinu 2. maí 2015 til 31. desember 2015 er heimilt að draga hana frá hækkuninni. Þó skal enginn starfsmaður fá minna en 6,2% launahækkun á tímabilinu 2. maí til 31. desember, að lágmarki kr.15.000 á mánuði.

2017: Í stað 3,0% almennrar launahækkunar 1. maí 2017 kemur 4,5% almenn launahækkun

2018: Í stað 2,0% almennrar launahækkunar 1. maí 2018 kemur 3,0% almenn launahækkun

Nýtt ákvæði um orlofsrétt
Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í greininni á rétt á orlofi í 26 virka daga (í stað 25) og orlofslaunum sem nema 11,11%. (Hækkun orlofslauna úr 10,64% í 11,11% gildir frá 1. sept. 2015)

Önnur ákvæði
Í samninginn koma ný ákvæði m.a. um vinnu við jarðgangagerð, um fjarvistaálag sé starfsmaður fjarverandi lengur en einn sólarhring auk þess bakvaktargreiðslur á almennum frídögum og stórhátíðum hækka.

Jarðgangagerð
Vélstjórar- og málmtæknimenn sem vinna í stafni við jarðgangagerð fá álag á laun eins og aðrir starfsmenn í borflokki enda gangi þeir inn í það vinnufyrirkomulag sem um borflokkinn gildir.

Fjarvistarálag
Sé starfsmaður fjarverandi lengur en einn sólarhring við að sinna þjónustu á sjó eða í landi vegna viðhalds eða prófunar á tækjum og búnaði skal samið um fjarvistarálag, enda hafi ekki verið gert ráð fyrir þóknun vegna slíkra fjarvista við ákvörðun launa.

Bakvaktargreiðslur
Á almennum frídögum og stórhátíðum greiðist 50% í stað 33% og 25% í stað 16,5%

Sjá kjarasamning frá 22. júní 2015

Sjá kjarasamning 3. september 2015

Ný launatafla frá 1. maí 2015

Frá Til
Mán.laun Mán.laun Hækkun
300.000 kr. og lægri 7,20%
300.001 310.000 7,10%
310.001 320.000 7,00%
320.001 330.000 6,90%
330.001 340.000 6,80%
340.001 350.000 6,80%
350.001 360.000 6,70%
360.001 370.000 6,60%
370.001 380.000 6,50%
380.001 390.000 6,40%
390.001 400.000 6,30%
400.001 410.000 6,20%
410.001 420.000 6,10%
420.001 430.000 6,10%
430.001 440.000 6,00%
440.001 450.000 5,90%
450.001 460.000 5,80%
460.001 470.000 5,70%
470.001 480.000 5,60%
480.001 490.000 5,50%
490.001 500.000 5,40%
500.001 510.000 5,40%
510.001 520.000 5,30%
520.001 530.000 5,20%
530.001 540.000 5,10%
540.001 550.000 5,00%
550.001 560.000 4,90%
560.001 570.000 4,80%
570.001 580.000 4,70%
580.001 590.000 4,70%
590.001 600.000 4,60%
600.001 610.000 4,50%
610.001 620.000 4,40%
620.001 630.000 4,30%
630.001 640.000 4,20%
640.001 650.000 4,10%
650.001 660.000 4,00%
660.001 670.000 4,00%
670.001 680.000 3,90%
680.001 690.000 3,80%
690.001 700.000 3,70%
700.001 710.000 3,60%
710.001 720.000 3,50%
720.001 730.000 3,40%
730.001 740.000 3,30%
740.001 750.000 3,30%
750.001 og yfir 3,20%

Útgreiðsla styrkja í desember
Rétt eins og undanfarin ár munu styrkir sjúkra- og fræðslusjóðs verða greiddir út föstudaginn 22.desember vegna hátíðahalda. Síðasti skiladagur umsókna er föstudaginn 15.desember.