Kjarakönnun VM 2020


English  VM wage survey 2020

Polskie  Ankieta o wynagrodzeniu VM 2020

Kjarakönnun VM 2020

VM hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd kjarakönnunar á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi.

Könnunin tekur til septemberlauna 2020. Þátttakendur þurfa að hafa launaseðil fyrir september við hendina.

Þátttakendur sem eru á netfangalista VM fá sendan tölvupóst frá Félagsvísindastofnun með hlekk á könnunina. Hringt verður í þá sem ekki eru á netfangalista félagsins og þeim boðið að fá könnunina senda í tölvupósti eða að svara könnuninni í síma, séu þeir ekki með netfang.

Félagsmenn VM eru því hvattir til að taka þátt því áreiðanleiki könnunarinnar byggist á því að sem mest þátttaka verði.

Öll svör vistast í tölvukerfi Félagsvísindastofnunar, sem tryggir nafnleynd og að útilokað verði að rekja svör til einstaklinga. Könnunin er netkönnun og þannig útfærð að alltaf er hægt að hætta og halda síðan áfram þaðan sem frá var horfið.

Athugið, slóð á sjálfa könnunina er send þeim sem eru á netfangalista VM með tölvupósti. 

Þeir þurfa að finna þann póst í tölvupósti sínum. Sendandi póstsins er Félagsvísindastofnun og heiti hans er Kjarakönnun VM 2020. Þátttakendur þurfa ekki aðgangsorð eða auðkenni.