Viðburðir

Ferd-eldri-felagsmanna-2018-1.jpg

mánudagur, 20. maí 2019

Ferð eldri félaga VM 2019

Ferð eldri félaga VM verður farin miðvikudaginn 12. júní VM býður til dagsferðar um uppsveitir Árnessýslu þann 12. júní þar sem m.a. verður stiklað á stóru um ævi Sigríðar Tómasdóttur, eins merkasta brautryðjanda í náttúruvernd á Íslandi.

Mynd.Marel.jpeg

þriðjudagur, 14. maí 2019

Vinnustaðafundir vegna kjarasamnings VM við SA

Eins og flestir vita skrifaði VM undir kjarasamning við SA föstudaginn 3. maí s.l.  Kosning um kjarasamninginn er í fullum gangi á heimasíðu félagsins og hvetjum við félagsmenn til þess að taka þátt í kosningunni.

1.mai-2019.png

miðvikudagur, 24. apríl 2019

Hátíðarhöld á landinu 1. maí 2019

Alþýðusambandi Íslands hafa borist tilkynningar um 1. maí hátíðarhöld í 30 sveitarfélögum á landinu. Þar fyrir utan eru stóru stéttarfélögin í Reykjavík öll með vegleg kaffisamsæti víðsvegar um borgina eftir að útifundinum á Ingólfstorgi líkur.

Launaþróunartrygging undirritun_160419.JPG

miðvikudagur, 17. apríl 2019

Samið um launaþróunartryggingu fyrir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum

Drífa Snædal, forseti ASÍ undirritaði í gær samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Laun félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,7 prósent að meðaltali vegna samkomulagsins og laun félaga ASÍ sem starfa hjá ríkinu um 0,4 prósent að meðaltali.

Felagsmynd 2.jpg

föstudagur, 12. apríl 2019

Fundur Norræna vélstjórasambandsins

Fundur Norræna vélstjórasambandsins (NMF) var haldinn í Færeyjum dagana 8. og 9. apríl. Fyrir hönd VM sóttu Guðmundur Helgi Þórarinsson og Halldór Arnar Guðmundsson fundinn. Innan NMF eru samtals um 30.000 vélstjórar i Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi og Færeyjum.

forsida.birta.jpg

mánudagur, 8. apríl 2019

Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs 2019

Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl nk., kl. 17 á Grand Hóteli Reykjavík. Vakin er athygli á að auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar rétt til setu á fundinum. Dagskrá: Almenn ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins Önnur mál, löglega upp borin Í Ársskýrslu má nálgast yfirgripsmikinn fróðleik um starfsemi og stöðu sjóðsins vegna ársins 2018. Nánari upplýsingar um dagskrá og önnur fundargögn má finna hér.

Logo VM með texta

föstudagur, 5. apríl 2019

Námskeið um lífeyrismál

Næsta lífeyrisnámskeið verður haldið miðvikudaginn 10. apríl, klukkan 19:30. 14 sæti eru laus á það námskeið. Þeir sem vilja fylgjast með námskeiðinu í gegnum fjarfundarbúnað geta haft samband við skiptiborð VM í síma 575 9800 eða á netfangið vm@vm.

rh_object-0435.jpg

þriðjudagur, 26. mars 2019

Afhending sveinsbréfa vor 2019

Afhending sveinsbréfa fór fram á glæsilegri nýsveinahátíð á Hótel Nordica þann 21. mars. IÐAN - fræðslusetur átti veg og vanda að hátíðinni sem var hin glæsilegasta með tónlist og veitingum. Afhent voru sveinbréf í eftirtöldum greinum félagsins:20 í vélvirkjun5 í rennismíði2 í netagerð Þess má geta að Kristinn Freyr Þórsson fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi og óskar VM honum til hamingju með árangurinn.

Logo VM með texta

fimmtudagur, 21. mars 2019

Vegna verkfalla Eflingar og VR

VM beinir því til félagsmanna sinna að virða verkföll og ganga ekki í störf þeirra sem eru í verkfalli.Verkfall nær til allra þeirra starfa sem kjarasamningur verkfallsboðenda tekur til, en útfærsla verkfallsins er í höndum félagsins sem boðar til verkfalls.