Viðburðir

föstudagur, 30. nóvember 2018

Vildi láta kanna tengsl við Tor­tóla-fé­lag

Í gær 29. nóvember birtist forvitnileg grein í morgunblaðinu um að  Magnús Helgi Árna­son héraðsdóms­lögmaður, sagði sig úr stjórn Vinnslu­stöðvar­inn­ar fyrr í mánuðinum, sagði Magnús að ástæða úr­sagn­ar sinn­ar tengj­ast af­stöðu annarra stjórn­ar­manna til til­lögu hans þess efn­is að stjórn­in fæli end­ur­skoðend­um fé­lags­ins að kanna hvort Vinnslu­stöðin ætti í viðskipt­um við fyr­ir­tækið Gor­don Tra­de and Mana­gement LLP (GTM) sem skráð er í Bretlandi.

Logo VM með texta

mánudagur, 5. nóvember 2018

Tilkynning frá stjórn orlofssjóðs VM

Frá og með 2. janúar 2019 verða gæludýr leyfð í húsinu að Lækjarbraut 1 á Syðri-Reykjum. Lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð. Eigendur skulu þrífa upp eftir sína hunda. Hundar mega ekki valda öðrum gestum á svæðinu ónæði.

ASI-Logo-v1-CMYK.jpg

föstudagur, 26. október 2018

Drífa Snædal kjörin nýr forseti ASÍ

Talning í kjöri til forseta Alþýðusambands Íslands er lokið og féllu atkvæði þannig að Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8% en Sverrir Mar Albertsson fékk 100 atkvæði eða 34,2%. Atkvæði greiddu 293 og var eitt atkvæði ógilt.

ASÍ - logo

miðvikudagur, 24. október 2018

ASÍ þing hefst í dag

Þing Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ) hefst í dag klukkan 10. Fyr­ir ligg­ur að um 300 þing­full­trú­ar úr 48 stétt­ar­fé­lög­um munu kjósa nýja for­ystu­menn ASÍ á föstu­dag. VM á 14 fulltrúa á þinginu og ljóst er að mikil eftirvænting er fyrir þinginu enda stór verkefni sem bíða þingsins.

Loðnuveiðar-small.jpg

föstudagur, 19. október 2018

Myndavélafrumvarpið

Í vor bárust fréttir af því að stórauka ætti eftirlit á öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands. Samkvæmt frumvarpsdrögum áttu skip að hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla.

VM_logo_an_stafa-small.jpg

mánudagur, 15. október 2018

Skortur á fagmenntuðum farinn að há iðnfyrirtækjum

Í fiskifréttum sem komu út þann 13. október, þar kemur fram að mikill skortur er á blikksmiðum, vélvirkjum, plötusmiðum og rennismiðum og skortur á sérmenntuðu vinnuafli er farið að há mörgum iðntæknifyrirtækjum.

fyrsta-skoflustunga-a-akranesi_bjarg_2.png

miðvikudagur, 10. október 2018

Bjarg íbúðafélag hefur byggingu á 33 leiguíbúðum á Akranesi

Fyrsta skóflustungan að 33 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir var tekin í dag við Asparskóga 12, 14 og 16 á Akranesi.  Reiknað er með að afhending til leigutaka verði í tvennu lagi, 1. júní og 1. júlí 2019. Þá hefur verið gert samkomulag við Akraneskaupstað um að þeir fái til ráðstöfunar 25% íbúðanna að Asparskógum.