Viðburðir

Fjolskyldudagur-idnm..png

þriðjudagur, 2. júlí 2019

Fjölskyldudagur iðnaðarmanna

Fjölskyldudagur iðnaðarmanna verður haldinn í Skemmtigarðinum Grafarvogi sunnudaginn 11. Ágúst á milli 11:00-14.00. Hoppukastalar, Lasertag, andlitsmálun, klessubolti, fótboltagolf, sjóræningaland, pylsur, candy floss og margt fleira verður í boði fyrir félagsmenn iðnaðarmannafélaganna að Stórhöfða.

straumsvik.jpg

þriðjudagur, 25. júní 2019

Samkomulag um frestun á viðræðum við ÍSAL

Frestun á viðræðum vegna sumarleyfa:  Samningsaðilar hafa komið sér saman um frestun á viðræðum vegna sumarleyfa og munu samninganefndir hefja aftur viðræður í september 2019. Vegna þessa mun ISAL greiða eingreiðslu að upphæð 100.000 kr.

Þórðurg4.png

þriðjudagur, 18. júní 2019

Þórður Guðlaugsson fékk fálkaorðu á þjóðhátíðardaginn

Þórður Guðlaugson fékk fálkaorðu Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 17. júní 2019.  Þórður var yfirvélstjóri á Þorkeli Mána í hamfaraveðrinu mikla árið 1959 þar sem togarinn Júlí fórst. Talið er að sú ákvörðun Þórðar að brenna bátadavíðurnar af skipinu þar sem það var lagst á hliðina vegna yfirísingar hafi bjargað skipinu og 32 manna áhöfn þess.

Golfmot 2017.JPG

þriðjudagur, 11. júní 2019

Golfmót VM 2019

Golfmót VM 2019 verður haldið á Hlíðavelli, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, þann 9. ágúst 2019. Ræst verður út frá kl. 12:00 til 14:00Þátttökugjald er kr. 4.900. (greitt á mótsstað)Skráningu lýkur þann 6. ágúst.

gólfmót2.JPG

miðvikudagur, 29. maí 2019

Golfmót iðnaðarmannafélaganna

Golfmót iðnfélaganna verður haldið þann 8. júní nk. á Hólmsvelli í Leiru. Mótsgjald er 4.500 kr. Innifalið er spil á velli og matur að loknu spili. Vegleg verðlaun í boði Sjá auglýsingu stóra Rafræn skráning hér.

Logo VM

þriðjudagur, 21. maí 2019

Kjarasamningur VM við SA samþykktur

Á kjörskrá voru 1970, atkvæði greiddu 637 eða 32,34% Já sögðu 452 eða 70,96%. Nei sögðu 173 eða 27,16%. 12 tóku ekki afstöðu eða 1,88%. Almennur kjarasamningur VM við SA telst því samþykktur og tók gildi 1. apríl 2019.  Hægt er að sjá hvernig úrslit fóru hjá þeim iðnaðarmannafélögum sem hafa tilkynnt úrslit hér.

Ferd-eldri-felagsmanna-2018-1.jpg

mánudagur, 20. maí 2019

Ferð eldri félaga VM 2019

Ferð eldri félaga VM verður farin miðvikudaginn 12. júní VM býður til dagsferðar um uppsveitir Árnessýslu þann 12. júní þar sem m.a. verður stiklað á stóru um ævi Sigríðar Tómasdóttur, eins merkasta brautryðjanda í náttúruvernd á Íslandi.

Mynd.Marel.jpeg

þriðjudagur, 14. maí 2019

Vinnustaðafundir vegna kjarasamnings VM við SA

Eins og flestir vita skrifaði VM undir kjarasamning við SA föstudaginn 3. maí s.l.  Kosning um kjarasamninginn er í fullum gangi á heimasíðu félagsins og hvetjum við félagsmenn til þess að taka þátt í kosningunni.