Viðburðir

Logo VM með texta

fimmtudagur, 17. október 2019

Skrifað undir kjarasamning fyrir vélstjóra á kaupskipum

Miðvikudaginn 16. október skrifaði VM undir kjarasamning við SA vegna vélstjóra á kaupskipum.  Í framhaldinu fer samningurinn í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VM á kaupskipum. Félagið mun kynna sérstaklega þegar atkvæðagreiðsla hefst með tölvupósti.

Logo VM með texta

föstudagur, 11. október 2019

Uppstillinganefnd VM hefur hafið störf

Uppstillingarnefnd VM kallar eftir tillögum og tilnefningum frá félagsmönnum vegna framboða til stjórnar og varastjórnar VM tímabilið 2020 til 2022. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir að leita til einhvers af nefndarmönnum.

VM-thing-2019 (16).jpg

föstudagur, 27. september 2019

VM Þing 2019

VM Þingið var haldið á Hótel Selfossi dagana 13. og 14. september sl. Á þinginu var fjallað um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á störf og vinnumarkað félagsmanna VM. Vélstjórar á fiskiskipum ræddu sérstaklega um verðlagsmál á fisk.

corrosion2019.jpg

fimmtudagur, 12. september 2019

Alþjóðleg ráðstefna um tæringar í málmum 19. september

Á ráðstefnunni bera sérfræðingar saman bækur sínar og alla um bestu leiðir til þess að verjastog vinna með tæringu í málmum. Tekin verða raunhæf dæmi úr hinum ýmsu atvinnugreinumog greint frá vandamálum og lausnum er varða tæringu.

Batar-i-hofn.jpg

fimmtudagur, 5. september 2019

Konur og siglingar: Hvað er svona merkilegt við það?

Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður konum með þemanu „Empowering women in the maritime community“. Af því tilefni standa Siglingaráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 26. september undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það? Á ráðstefnunni verður fjallað um sögu íslenskra kvenna á sjó og erlendir og innlendir fyrirlesarar segja frá starfsvali sínu og reynslu af samvinnu og sambúð kynjanna í siglingum.

09.JPG

mánudagur, 12. ágúst 2019

Golfmót VM 2019 úrslit

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 9.ágúst á Hlíðavelli, Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Mjög fín þátttaka var á mótinu. Sigurvegari VM mótsins var Bjarki Gunnarsson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.

Fjolskyldudagur-idnm..png

föstudagur, 12. júlí 2019

Fjölskyldudagur iðnaðarmanna í ágúst

Fjölskyldudagur iðnaðarmanna verður haldinn í Skemmtigarðinum Grafarvogi sunnudaginn 11. Ágúst á milli 11:00-14.00. Hoppukastalar, Lasertag, andlitsmálun, klessubolti, fótboltagolf, sjóræningaland, pylsur, candy floss og margt fleira verður í boði fyrir félagsmenn iðnaðarmannafélaganna að Stórhöfða.

Logo VM með texta

föstudagur, 5. júlí 2019

Samkomulag um frestun á viðræðum við HS-orku

Samningsaðilar hafa komið sér saman um frestun á viðræðum vegna sumarleyfa og munu samninganefndir hefja aftur viðræður í september 2019. Vegna þessa mun HS-orka greiða eingreiðslu að upphæð 100.000 kr.