Viðburðir

miðvikudagur, 6. mars 2013

Skrúfudagurinn laugardaginn 9. mars

Skrúfudagurinn verður laugardaginn 9. mars. Dagskráin í Sjómannaskólahúsinu við Hátegsveg hefst kl. 13:00, þar sem Véltækniskólinn, Skipstjórnarskólinn og fyrirtæki í tengdum greinum kynna starfsemi sína.

fimmtudagur, 21. febrúar 2013

Málm- og véltækniiðnaður skapandi iðngrein

Málm- og véltækniiðnaður - skapandi iðngrein Málmur og Samtök iðnaðarins efna til ráðstefnu fimmtudaginn 28. febrúar, kl. 15.30 á Grand Hótel Reykjavík. Fjallað verður um viðfangsefni málm- og véltækniiðnaðar.

fimmtudagur, 21. febrúar 2013

Velferðarvaktin

Velferðarvaktin var stofnuð að frumkvæði stjórnvalda snemma árs 2009 til að fylgjast með afleiðingum efnahagshrunsins á heimilin í landinu. Hún er óháður greiningar- og álitsgjafi sem leggur fram tillögur til stjórnvalda og hagsmunasamtaka og fylgir þeim eftir.

miðvikudagur, 13. febrúar 2013

Danska húsnæðiskerfið

Alþýðusamband Íslands kynnti 7. febrúar s.l. hugmyndir sínar að nýju húsnæðislánakerfi á Íslandi. Kerfið byggir á danskri fyrirmynd, en húsnæðislánakerfið þar í landi var sett á fót fyrir rúmum 200 árum og hefur á þeim tíma staðið óhaggað af sér kreppur, styrjaldir og önnur áföll.

þriðjudagur, 29. janúar 2013

Vika símenntunar á Akureyri 28.janúar til 2. febrúar

IÐAN fræðslusetur stendur fyrir sérstakri viku símenntunar í iðnaði á Akureyri, 28. janúar til 2. febrúar n.k. Verkefnið er samstarf Símeyjar, Verkmenntaskólans á Akureyri og IÐUNNAR fræðsluseturs en þessi fyrirtæki sinna símenntun og grunnmenntun í atvinnulífi og iðnaði.

föstudagur, 4. janúar 2013

Heimsafli 2010

Árið 2010 var heimsafli 89,5 milljónir tonna og dróst saman um eina milljón tonna frá árinu 2009, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansjósa.

föstudagur, 28. desember 2012

Samherji með hærra einingaverð

Einingaverð Samherja fyrir útfluttar botnfiskafurðir á árunum 2007-2012 var að jafnaði hærra en annarra útflytjenda. Að ósk Samherja greindi IFS Ráðgjöf (þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármála og greininga) allan fiskútflutning Íslendinga frá 2007 til og með ágúst 2012. Stjórnendur Samherja segja þessar niðurstöðu hnekkja fullyrðingu Seðlabanka Íslands um að fyrirtækið hafi flutt út fisk á undirverði.

fimmtudagur, 20. desember 2012

Hagur fiskveiða og vinnslu 2011

Hagstofa Íslands hefur birt niðurstöður athugana á afkomu fiskveiða og fiskvinnslu fyrir árið 2011. Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns eða EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins jókst milli áranna 2010 og 2011. Í fiskveiðum og -vinnslu hækkaði þetta hlutfall (án milliviðskipta) úr 28,9% í 30,3%, í fiskveiðum lækkaði hlutfallið úr 26,6% árið 2010 í 26,4% af tekjum árið 2011 en hækkaði í fiskvinnslu úr 16,1% í 19,1%.

miðvikudagur, 19. desember 2012

Hvíld og öryggi sjómanna

Rannsóknarnefnd sjóslysa (RNS) hefur tekið fyrir nokkur mál þar sem stjórnendur báta sofna á siglingu. Nefndin telur ástæðu til að hafa af þessu áhyggjur og að athuga þurfi hvað hægt sé að gera til að snúa þessari þróun við áður en manntjón verður.