![]()
þriðjudagur, 4. júní 2013
Nú stendur yfir í Víkinni-Sjóminjasafni Reykjavíkur lifandi og skemmtileg yfirlitssýning um sögu Sjómannadagsráðs þar sem m.a. er fjallað um uppruna Sjómannadagsins, Happadætti DAS og uppbyggingu Hrafnistuheimilanna.
miðvikudagur, 22. maí 2013
Vinnuhópur aðila vinnumarkaðarins kynnti þann 21. maí skýrslu um vinnumarkað og skipulag kjarasamninga á Norðurlöndum. Markmið með úttektinni er að leita fyrirmynda í nágrannaríkjum Íslands sem geti nýst við að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga hér á landi þannig að þeir stuðli að stöðugu verðlagi, auknum kaupmætti launa og samkeppnishæfni atvinnulífsins.
þriðjudagur, 30. apríl 2013
Sævar siglir áætlunarferðir milli Hríseyjar og Árskógssands. Vélstjóri sér um vélgæslu, viðhald, rukkun farþega, losun og lestun farms og annað sem til fellur og þarf að sinna. Staðan er laus strax. Krafist er réttinda VS III og tilskilinna námskeiða frá slysavarnaskóla Sjómanna.
mánudagur, 22. apríl 2013
Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hélt í síðustu viku svæðaráðstefnu fyrir Evrópu. Ráðstefnan var haldin í Osló og tók ASÍ þátt í henni fyrir hönd íslensks launafólks. Fyrirfram var búist við miklum deilum og litlum árangri enda brennur fjármálakreppan mjög á launafólki um alla Evrópu með miklu atvinnuleysi, niðurskurði og samdrætti á öllum sviðum.
þriðjudagur, 9. apríl 2013
Fimmtudagskvöldið 11. apríl bíður ASÍ til stjórnmálafundar á Grand hótel þar sem formönnum þeirra flokka er boðin þátttaka sem eru á þingi núna og bjóða fram í alþingiskonsingunum. Fundurinn er lokahnykkurinn á fundaröð sem forysta ASÍ hefur farið um landið undanfarnar vikur, þar sem hún hefur rætt kjara- og verðlagsmál, atvinnu og menntamál og nýjar hugmyndir í húsnæðismálum við stjórnir og trúnaðarráð stéttarfélaganna.
miðvikudagur, 27. mars 2013
Samtök málm- og véltæknifyrirtækja – MÁLMUR – ásamt Samtökum iðnaðarins gengust fyrir ráðstefnu síðasta dag febrúarmánaðar.Þar var greint var frá helstu viðfangsefnum innan greinarinnar og ný mótaðri stefnu sem unnið verður eftir næstu fimm árin og miðar að því efla íslenskan málmiðnað til enn stærri átaka og meiri samkeppni á alþjóða markaði.