Viðburðir

föstudagur, 4. október 2013

Kjarakönnun VM 2013

VM hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd kjarakönnunar á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi. Könnunin tekur til septemberlauna 2013. Bréf til þátttakenda eru á leið í póst.

mánudagur, 23. september 2013

Störf í boði

Saga útgerð ehf auglýsir eftir vélaverði á Siglunes SI 70,sem er togbátur á rækjuveiðum.Gerðar eru kröfur um vélavarðaréttindi, 1000 hestöfl, 26 m langur.

mánudagur, 9. september 2013

Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs er kominn út

Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs fyrir haustön 2013 er kominn út. Yfir 140 námskeið eru í boði á haustönn og eitthvert þeirra er örugglega eins og sérsniðið fyrir þig. Kynntu þér fjölbreytt úrval námskeiða á vef IÐUNNAR eða skoðaðu námsvísinn í heild sinni hér.

mánudagur, 2. september 2013

Námskeið Vinnueftirlitsins haustið 2013

Reglulega eru haldin námskeið um ýmis málefni er lúta að vinnuvernd.Einnig halda sérfræðingar Vinnueftirlitsins fyrirlestra á vinnustöðum um margs konar vinnuverndarmálefni. Námskeið um vinnuvernd er fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og aðra þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið.

mánudagur, 26. ágúst 2013

Kjararáðstefna VM 2013

Kjararáðstefna VM verður haldin á Hótel Selfossi 4. til 6. október 2013.Ráðstefnan er lokaundirbúningur félagsins fyrir komandi kjaraviðræður. Á ráðstefnunni verða kjaramál félagsmanna VM rædd og verðlagningþeirra inn í hagkerfið metin.

föstudagur, 16. ágúst 2013

Skráning á námskeið haustannar IÐUNNAR er hafin

Námsvísir haustannar fer í dreifingu undir lok ágústmánaðaren skráning á námskeið er nú þegar hafin á vefnum. Fyrstu námskeiðin á haustönn 2013 hefjast í byrjunseptember. Það er því ekki seinna vænna að fara að huga að skráningu.

mánudagur, 12. ágúst 2013

Það skiptir máli að huga að heilsu og velferð starfsmanna

Það er hagur samfélagsins að stemma stigum við stöðugt vaxandi heilbrigðiskostnað.  Litið er í ríkara mæli til vinnustaðarins og mögulegt hlutverk hans í því að leysa þetta vandamál.  Það er eðlilegt að líta á vinnustaðin sem álitlegan stað til að takast á við sjúkdómsvarnir og seta af stað velferðarprógrömm til að bæta heilsu þar sem flest vinnandi fólk eyðir meiripartinum af deginum í vinnunni.

fimmtudagur, 8. ágúst 2013

Haustnámskeið Forystufræðslunnar

Skráning á haustnámskeið Forystufræðslunnar er hafin. Megináhersla verður á undirbúning kjarasamninga og starfsemi stéttarfélaga. Trúnaðarmenn og þeir sem hafa áhuga á starfi samninganefnda eru hvattir til að sækja námskeiðin.

þriðjudagur, 9. júlí 2013

Endurskoðuð hagspá 2013-2015

Samkvæmt endurskoðaðri hagspá Hagdeildar ASÍ má vænta þess að hagvöxtur verði 1,7% á árinu og 1,5% á því næsta. Spáð er lakari hagvexti en gert var í síðustu spá sem rekja má til þess að fjárfestingahorfur hafa versnað.

miðvikudagur, 26. júní 2013

Haustnámskeið Forystufræðslunnar

Skráning er hafin á haustnámskeið Forystufræðslunnar.  Megináhersla námsþátta á haustönn verður á undirbúning kjarasamninga og starfsemi stéttarfélaga. Fyrirhugað er að kenna á fjórum stöðum á landinu, Reykjavík, Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði.