Viðburðir
þriðjudagur, 16. júní 2015
Opnunarhátíð á Laugarvatni - Laugardaginn 27. júní
Undanfarið ár hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á Laugarvatni við að stækka tjaldsvæðið, auka þjónustu og fjölbreytni á svæðinu. Nú er allt að verða klárt og blásum við til opnunarhátíðar laugardaginn 27. júní.
miðvikudagur, 3. júní 2015
Ferð eldri félagsmanna og maka verður farin þann 22. júní 2015. Brottför er frá VM, Stórhöfða 25, kl. 9:00. Skráning hefst 3. júní í síma 575 9800 eða með tölvupósti á vm@vm.is.
Síðasti skráningardagur er 16. júní.
laugardagur, 9. maí 2015
Á næstunni mun Guðmundur Ragnarsson formaður VM fara á vinnustaði til að upplýsa félagsmenn um gang mála og heyra í þeim hljóðið fyrir komandi átök á vinnumarkaði.
Þeir sem hafa áhuga á að fá formann VM í heimsókn hafið endilega samband við Guðna Gunnarsson á netfangið gudnig@vm.
fimmtudagur, 7. maí 2015
Málmsuðudagurinn verður haldinn þann 8. maí nk. í boði IÐUNNAR fræðslusetur og Málmsuðufélags Íslands í húsakynnum IÐUNNAR að Vatnagörðum 20.
Á málmsuðudeginum verður kynnt allt það nýjasta í suðutækni og fylliefnum frá öllum helstu framleiðendum.
mánudagur, 27. apríl 2015
Dagskrá 1. maí 2015 í Reykjavík.
Kl.13:00 Safnast saman við Hlemm Kl.13:30 Kröfugangan leggur af stað niður Laugaveg Kl.14:10 Útifundur á Ingólfstorgi hefst Hátíðarhöldin 1. maí
Að loknum útifundi í Reykjavík er félagsmönnum VMboðið upp á kaffi í Gullhömrum, Grafarholti frá kl.
föstudagur, 17. apríl 2015
ASÍ og BSRB boða til ráðstefnu í aðdraganda 1. maí 2015 undir yfirskriftinni Hlutverk stéttarfélaga í samfélaginu. Ráðstefnan er haldin á Grand hóteli (Hvammur) næsta þriðjudag. Aðgangur er ókeypis og morgunverður er í boði stéttarfélaganna.
fimmtudagur, 16. apríl 2015
Samantekt úr hagspá ASÍ 2015-2017
Vænta má að hagvöxtur verði 3,6% á yfirstandandi ári og á því næsta, en verði 2,5% árið 2017. Gangi spáin eftir mun hagvöxtur á þessu ári verða með því mesta sem mælst hefur frá hruni.
þriðjudagur, 7. apríl 2015
Green Energy Iceland leitar að vélfræðingi og vélvirkja í vinnu við uppsetningu og þjónustu við jarðvarmavirkjanir í Kenya sem fyrirtækið byggir fyrir landsvirkjun Kenya.
fimmtudagur, 2. apríl 2015
Starfsfólk VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna sendir félagsmönnum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páskahátíð. Skrifstofan opnar næst þriðjudaginn 7. apríl klukkan 08:00. Mánudagurinn eftir páska, annar í páskum, er almennur frídagur.
föstudagur, 20. mars 2015
Aðalfundur VM verður haldinn þann 27. mars 2015 á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hefst klukkan 17:00.
Hér má sjá auglýsingu aðalfundar VM
Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu VM.