Viðburðir

retro-golf-man-2-clip-art-graphicsfairy.jpg

fimmtudagur, 23. júlí 2020

Árlegt golfmót VM

Árlegt golfmót VM verður haldið á Keilisvellinum þann 7. ágúst 2020. Ræst verður frá kl. 12:40 til 14:40 Ath. Allir þátttakendur verða að hafa skráða forgjöf.  Sett verður forgjöf á þá sem hafa hana ekki.

VM_logo_an_stafa-small.jpg

miðvikudagur, 10. júní 2020

Tjaldsvæði á Laugarvatni verður opnað föstudaginn 12. júní 2020

Aðgengi að tjaldsvæði VM er með breyttu sniði í sumar vegna Covid-19. Settar hafa verið reglur um fjarlægðir á milli eininga í samræmi við þær reglur sem Landlæknir hefur sett. Fjórir metrar eiga að vera á milli eininga (hver eining er hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn, húsbíll eða tjald).

Logo VM

þriðjudagur, 19. maí 2020

Búið er að opna skrifstofuna aftur

Þar sem smitum vegna covid-19 hefur fækkað stórlega í samfélaginu er það okkur ánægja að tilkynna að skrifstofa VM hefur verið opnuð. Opnunartími er líkt og áður frá 8:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:00-15:00 á föstudögum.

VM_1_mai_skjaaugl.jpg

fimmtudagur, 30. apríl 2020

1. maí 2020

BYGGJUM RÉTTLÁTT ÞJÓÐFÉLAGVegna samkomubanns er hvorki kröfuganga né kaffi að henni lokinni,en við minnum á skemmti- og baráttudagskrá á RÚV kl. 19:40BARÁTTUKVEÐJUR 1.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 22. apríl 2020

Aðalfundur VM 2020

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl kl. 17:00. Vegna samkomubanns verður fundurinn einungis sendur út á netinu. Dagskrá: Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra Lýsing á kjöri stjórnar og varastjórnar í stjórnarkjöri 2020 Frestun aðalfundar   Nánari upplýsingar varðandi útsendinguna er að finna á heimasíðu félagsins, vm.

COVID-19.png

miðvikudagur, 25. mars 2020

Þjónusta við félagsmenn á meðan kórónuveira geisar

Móttöku VM, Stórhöfða 25, verður lokað frá og með föstudeginum 27. mars vegna Covid-19 sem gengur nú yfir. Beinum við því til félagsmanna okkar að hafa samband með rafrænum hætti. Hægt er að hafa samband við félagið og lögmenn í síma, VM 575-9800, Lögmenn 562 9066. Einnig er hægt er að hafa sambandi í gegnum tölvupóst, til VM í vm@vm.

Timakaup-dagv-1-4-20.jpg

föstudagur, 20. mars 2020

Tímakaup í dagvinnu 1. apríl 2020

 Við upptöku virks vinnutíma eru 37 klst. greiddar að jafnaði á viku m.v. fullt starf í stað 40 klst. og deilitala dagvinnutímakaups verður 160 í stað 173,33. Tímakaup í dagvinnuhækkar því um 8,33% eða sem nemur greiðslu fyrir kaffitíma sem færist yfir í tímakaup fyrir virkan vinnutíma,kaffitímar verða áfram teknir með sama fyrirkomulagi og áður, 35 mínútur á hverjum virkum degi.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 18. mars 2020

Skrifað undir kjarasamning við Ísal

Í dag 18. mars skrifuðu samninganefndir stéttarfélaga sem eiga aðild að samningum við Ísal undir kjarasamning. Verkföllum verður því frestað um tvær vikur, verið er að vinna sameiginlega kynningu á kjarasamningnum, verður hún birt eins fljótt og hægt er og kosið rafrænt um samninginn í framhaldinu.

Logo VM með texta

mánudagur, 16. mars 2020

Leiðbeiningar til áhafna vegna Covid-19

Ítarupplýsingar Almannavarna um sóttvarnir hafna og skipa má finna hér Leiðbeiningar til áhafna skipa og til starfsmanna allra hafna og til viðbragsaðila hafna má finna hér. Einstaklingur sem sýnir flensueinkenni er ekki heimilt að koma um borð.

fimmtudagur, 12. mars 2020

Neyðarstig vegna COVID-19

Faraldur COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Sýkingin er nú farin að breiðast út innanlands.