5.2.2021
Hátt verð fyrir íslensku loðnuna

200 mílur á mbl.is skrifuðu þessa frétt 3 febrúar.
"Margir buðu í afla norska loðnuskipsins Vendlu, sem kom á miðin austur af landinu um helgina. Fiskeribladet/Fiskaren greindi frá því í gær að aflinn, 435 tonn, hefði verið seldur á 4,2 milljónir norskra króna eða fyrir 9,61 krónu á kíló.
Í íslenskum krónum gerir þetta rúmlega 63 milljónir fyrir farminn og 145 krónur á kíló."