13.1.2021

Skrifstofa VM - Búið að opna aftur

Þar sem smitum vegna covid-19 hefur fækkað stórlega í samfélaginu er það okkur ánægja að tilkynna að skrifstofa VM hefur verið opnuð.
Opnunartími er líkt og áður frá 8:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:00-15:00 á föstudögum.

Við þurfum þó að fara varlega áfram og biðjum því alla okkar gesti að virða 2ja metra regluna og nota andlitsgrímu í móttökunni og fara eftir reglum sóttvarnalæknis um handþvott  og handspritt.