Viðburðir 10 2020

Logo VM með texta

miðvikudagur, 28. október 2020

Fréttatilkynning – Stéttarfélög skipverja krefjast sjóprófa og kæra til lögreglu

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa sent kröfu til Héraðsdóms Vestfjarða að fram fari sjópróf vegna hópsmits um borð í togaranum og jafnframt sent lögreglustjóranum á Vestfjörðum kæru þar sem útgerð og fyrirsvarsmenn hennar eru kærð til lögreglu vegna mögulegra brota á sjómannalögum, sóttvarnarlögum og almennum hegningarlögum.

Logo VM með texta

þriðjudagur, 27. október 2020

Fréttatilkynning

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 funduðu með lögmönnum í morgun um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum.

Sudukeppni-2-litil

föstudagur, 16. október 2020

Suðumolar fyrir sérfræðinga

Gústaf Adólf Hjaltason, sérfræðingur í málmsuðu, hefur sett saman nokkra gagnlega fræðslumola um stúf- og kverksuðu. Nú óskum við eftir hugmynd frá ykkur um fleiri slíka mola. Vel unnin myndskeið eru öflug leið til að miðla hvers kyns fræðsluefni.

COVID-19.png

fimmtudagur, 8. október 2020

Móttaka skrifstofu VM lokuð um óákveðinn tíma

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður móttaka skrifstofu VM lokuð frá og með mánudeginum 12. október um óákveðinn tíma. Við munum kappkosta að veita eins góða þjónustu og mögulegt er í gegnum síma og tölvupóst.

COVID-19.png

þriðjudagur, 6. október 2020

Takmörkun heimsókna á skrifstofu VM vegna Covid-19

Vegna hertra aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins vill VM beina því til félagsmanna að nota vefsíðu félagsins, orlofshúsavefinn og „umsóknargátt“ eins og hægt er á meðan COVID-19 ástand varir og reglur gilda um fjarlægðir fólks á milli.