10.6.2020

Tjaldsvæði á Laugarvatni verður opnað föstudaginn 12. júní 2020

Aðgengi að tjaldsvæði VM er með breyttu sniði í sumar vegna Covid-19. Settar hafa verið reglur um fjarlægðir á milli eininga í samræmi við þær reglur sem Landlæknir hefur sett. Fjórir metrar eiga að vera á milli eininga (hver eining er hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn, húsbíll eða tjald).

Panta þarf og greiða fyrir tjaldstæði fyrirfram, áður en komið er á svæðið. Þannig fyrirbyggjum við að ekki verði of margir á svæðinu á hverjum tíma. Ekki er hægt að mæta á svæðið og greiða fyrir stæði.

Yfirlitsmynd af svæðinu er á heimasíðu VM, www.vm.is, til að allir séu meðvitaðir um það hvaða stæði er verið að bóka. 

Tjaldstæði eru bókuð á orlofsvef með sama hætti og orlofshúsin. Á leigusamning er aðgangsnúmer að aksturshliði inn á svæðið. Framvísa þarf leigusamningi þegar komið er á svæðið, hafa þarf samband við umsjónarmann við komu. 

Tjaldstæði er aðgengilegt frá kl. 16:00 á komudegi. Yfirgefa þarf svæðið í síðasta lagi kl. 14:00 á brottfarardegi.

Hver félagsmaður má hafa með sér gesti, eina einingu fyrir utan sína eigin, samtals 2 einingar með einingu félagsmanns (húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn eða tjöld eru einingar). Ákveðið var að láta félaga okkar ganga fyrir á tjaldsvæðum í sumar og takmarka fjölda gesta frá því sem verið hefur. 

Sturtuaðstaða á tjaldstæði og sundlaugarsvæði er lokað eins og er. Við bendum á sundlaugar sem eru í nágrenninu eins og t.d. Borg í Grímsnesi, Reykholt og Laugarvatn. 

Golfkylfur fyrir minigolf og púttgolfvöll verða ekki í boði, til að takmarka smitleiðir. 

Langtímatjaldstæði eru ekki í boði. 

Opnað verður fyrir bókanir: fimmtudaginn 11. júní. 
Opnað verður fyrir stæðin á efra svæði til að byrja með. Neðra svæðið mun opna á næstu dögum.

Breytingar gætu verið gerðar með stuttum fyrirvara verði breytingar gerðar á samkomubanni eða sóttvarnarlögum. Einnig þurfum við svigrúm til að meta hvernig nýtt fyrirkomulag gengur fyrir sig og gera breytingar verði þess þörf. 

 

Birt með fyrirvara um villur