18.3.2020

Skrifað undir kjarasamning við Ísal

Í dag 18. mars skrifuðu samninganefndir stéttarfélaga sem eiga aðild að samningum við Ísal undir kjarasamning.

Verkföllum verður því frestað um tvær vikur, verið er að vinna sameiginlega kynningu á kjarasamningnum, verður hún birt eins fljótt og hægt er og kosið rafrænt um samninginn í framhaldinu.