12.3.2020

Neyðarstig vegna COVID-19

Faraldur COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Sýkingin er nú farin að breiðast út innanlands. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19.

Því viljum við hjá VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Lögmönnum Jónas & Jónas Þór sf. og Félagi hársnyrtisveina, Stórhöfða 25, biðla til þeirra sem sækja þurfa þjónustu til okkar að athuga fyrst aðrar leiðir en að koma á skrifstofuna.

Nánari upplýsingar um þjónustu VM, Fhs og lögmanna vegna neyðarstigs er hér

Upplýsingar um þríhliða sátt Ríkisstjórnar Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ um viðbrögð við COVID-19

Leiðbeiningar til áhafna skipa vegna Covid-19

COVID-19 - spurt og svarað