Viðburðir 2020

COVID-19.png

miðvikudagur, 25. mars 2020

Þjónusta við félagsmenn á meðan kórónuveira geisar

Móttöku VM, Stórhöfða 25, verður lokað frá og með föstudeginum 27. mars vegna Covid-19 sem gengur nú yfir. Beinum við því til félagsmanna okkar að hafa samband með rafrænum hætti. Hægt er að hafa samband við félagið og lögmenn í síma, VM 575-9800, Lögmenn 562 9066. Einnig er hægt er að hafa sambandi í gegnum tölvupóst, til VM í vm@vm.

Timakaup-dagv-1-4-20.jpg

föstudagur, 20. mars 2020

Tímakaup í dagvinnu 1. apríl 2020

 Við upptöku virks vinnutíma eru 37 klst. greiddar að jafnaði á viku m.v. fullt starf í stað 40 klst. og deilitala dagvinnutímakaups verður 160 í stað 173,33. Tímakaup í dagvinnuhækkar því um 8,33% eða sem nemur greiðslu fyrir kaffitíma sem færist yfir í tímakaup fyrir virkan vinnutíma,kaffitímar verða áfram teknir með sama fyrirkomulagi og áður, 35 mínútur á hverjum virkum degi.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 18. mars 2020

Skrifað undir kjarasamning við Ísal

Í dag 18. mars skrifuðu samninganefndir stéttarfélaga sem eiga aðild að samningum við Ísal undir kjarasamning. Verkföllum verður því frestað um tvær vikur, verið er að vinna sameiginlega kynningu á kjarasamningnum, verður hún birt eins fljótt og hægt er og kosið rafrænt um samninginn í framhaldinu.

Logo VM með texta

mánudagur, 16. mars 2020

Leiðbeiningar til áhafna vegna Covid-19

Ítarupplýsingar Almannavarna um sóttvarnir hafna og skipa má finna hér Leiðbeiningar til áhafna skipa og til starfsmanna allra hafna og til viðbragsaðila hafna má finna hér. Einstaklingur sem sýnir flensueinkenni er ekki heimilt að koma um borð.

fimmtudagur, 12. mars 2020

Neyðarstig vegna COVID-19

Faraldur COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Sýkingin er nú farin að breiðast út innanlands.

COVID-19.png

fimmtudagur, 5. mars 2020

Þríhliða sátt um viðbrögð við COVID-19

Ríkisstjórn Íslands, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa náð þríhliða samkomulagi um aðgerðir til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 veirunnar hér á landi með því að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni.

VM_logo_an_stafa-small.jpg

fimmtudagur, 27. febrúar 2020

Stjórnarkjör VM 2020

Í ár verður kosið til stjórnar VM fyrir tímabilið frá 2020 til 2022. Kosið verður rafrænni kosningu sem hefst þann 3. mars 2020 kl. 12:00, á hádegi, og mun standa til kl. 17:00 þriðjudaginn 24. mars.Aðgengi að kosningunni verður gegnum heimasíðu VM með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

hallgerdargata-mynd-3d.jpg

miðvikudagur, 19. febrúar 2020

Bjarg íbúðafélag - Opið fyrir umsóknir á nýjum staðsetningum

Nú er opið fyrir umsóknir á nýjum staðsetningum, þ.e. Hallgerðargötu (við Kirkjusand), Hraunbæ, Silfratjörn í Úlfarsárdal og á Gudmannshaga á Akureyri. Til að koma til greina fyrir úthlutun þarf að senda inn umsókn í gegnum „mínar síður“ hér á heimasíðu Bjargs.

Laugarvatn nýtt hús 2016

föstudagur, 14. febrúar 2020

Rafmagnsbilun á suðurlandi

Félagsmenn VM sem eru á leið í orlofshús félagsins á þessum svæðum athugið. Rafmagnsbilun er í gangi frá Reykholti að Laugarvatni og Svínavatni, verið er að leita að bilun.