4.12.2019

Skrifað undir kjarasamninga við Orkuveitu Reykjavíkur

Í gær þriðjudaginn 3. desember var skrifað undir kjarasamninga við Orkuveitu Reykjavíkur og undirfyrirtæki þeirra. 

VM er með tvo kjarasamninga við Orkuveitu Reykjavíkur. Annar samningurinn nær yfir Vélfræðinga en hinn nær yfir málmtæknimenn. 

Stefnt er á að kynna samninginn fyrir félagsmönnum VM, Rafiðnaðarsambandsins og Samiðnar mánudaginn 9. september. Verður það auglýst þegar nær dregur. 

Hægt er að kynna sér samning vélfræðinga hér og málmtæknimanna hér.