17.10.2019

Skrifað undir kjarasamning fyrir vélstjóra á kaupskipum

Miðvikudaginn 16. október skrifaði VM undir kjarasamning við SA vegna vélstjóra á kaupskipum. 

Í framhaldinu fer samningurinn í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VM á kaupskipum. Félagið mun kynna sérstaklega þegar atkvæðagreiðsla hefst með tölvupósti. 

Einnig ætlar Guðmundur Helgi formaður VM og starfsmenn félagsins að hitta áhafnir allra kaupskipanna í flotanum til þess að kynna samninginn.

Fundir verða auglýstir í hverju skipi fyrir sig.