27.9.2019

VM Þing 2019

VM Þingið var haldið á Hótel Selfossi dagana 13. og 14. september sl. Á þinginu var fjallað um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á störf og vinnumarkað félagsmanna VM. Vélstjórar á fiskiskipum ræddu sérstaklega um verðlagsmál á fisk. Þingið hófst kl. 14:00 föstudaginn 13. september með setningu Guðmundar Helga Þórarinssonar formanns VM. Eftir það tóku við erindi frá Hildi Ingvarsdóttur skólameistara Tækniskólans, Hildi Elínu Vignis framkvæmdarstjóra Iðunnar fræðsluseturs og Eyrúnar Elvu Marinósdóttur sérfræðingi hjá Verðlagsstofu skiptaverðs.

Að erindum loknum tóku við málstofur þar sem félagsmönnum var skipt niður eftir starfsgreinum.
Málstofa fyrir vélstjóra á fiskiskipum tóku fyrir „Drauga fortíðar“ þar sem sjóðakerfi sjávarútvegsins var tekið fyrir af Hólmgeiri Jónssyni framkvæmdastjóra Sjómannasambands Íslands.
Málstofa í orkugeiranum og Stóriðju tóku fyrir styttingu vinnutímans í vaktavinnu, vaktakerfi og sí- og endurmenntun.
Málstofa Félagsmanna sem starfa á almenna samning VM ræddu hvernig hægt væri að stytta vinnuvikuna á sínum vinnustað og sí- og endurmenntun.

Í lok dagsins var svo heimildarmyndin 60 rið í 78 ár saga raforku á Keflavíkurflugvelli eftir Guðmund Lýðsson sýnd við góðar undirtektir. Myndin fjallar um störf vélstjóra og rekstur rafstöðvar Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og þau viðtæku áhrif sem það hafði á alla orkuöflun Íslendinga þegar Steingrímsstöð var byggð og sala á raforku til Varnarliðsins hófst.
Varnarliðið starfaði eftir bandarískum rafmagnsstöðlum, 60 riðum og 110 voltum á meðan íslenska rafkerfið var rekið á 50 riðum og 220 voltum og þurfti því sérhæfðan búnað til þess að geta nýtt rafmagn frá Landsvirkjun.
Í heimildaleit fyrir myndina kom í ljós að engar heimildir eru til um ákvarðanir íslenskra yfirvalda í tengslum við sölu á rafmagni til hersins því fundargerðir Ríkisstjórnar Íslands frá árunum 1947 til 1964 finnast ekki.
Laugardagurinn fór svo allur í hópavinnu þar sem hóparnir enduðu á samantekt frá hverjum hóp og verður sú vinna notuð áfram innan félagsins í því starfi sem fram undan er.

Á meðan þingfulltrúar sátu að vinnu á laugadeginum var mökum þeirra boðið upp skemmtidagskrá þar sem Beggi og Pacas héldu upp fjörinu. Um kvöldið var svo þinginu slitið með kvöldverði og skemmtun sem endaði með allsherjar dansleik þar sem hljómsveitin PASS spilaði fyrir dansi.

 • VM-thing-2019 (1).jpg
 • VM-thing-2019 (2).jpg
 • VM-thing-2019 (3).jpg
 • VM-thing-2019 (4).jpg
 • VM-thing-2019 (5).jpg
 • VM-thing-2019 (6).jpg
 • VM-thing-2019 (7).jpg
 • VM-thing-2019 (8).jpg
 • VM-thing-2019 (9).jpg
 • VM-thing-2019 (10).jpg
 • VM-thing-2019 (11).jpg
 • VM-thing-2019 (12).jpg
 • VM-thing-2019 (13).jpg
 • VM-thing-2019 (14).jpg
 • VM-thing-2019 (16).jpg
 • VM-thing-2019 (18).jpg
 • VM-thing-2019 (19).jpg
 • VM-thing-2019 (20).jpg
 • VM-thing-2019 (21).jpg
 • VM-thing-2019 (22).jpg
 • VM-thing-2019 (23).jpg
 • VM-thing-2019 (24).jpg
 • VM-thing-2019 (25).jpg
 • VM-thing-2019 (26).jpg
 • VM-thing-2019 (27).jpg
 • VM-thing-2019 (28).jpg
 • VM-thing-2019 (29).jpg
 • VM-thing-2019 (30).jpg
 • VM-thing-2019 (31).jpg
 • VM-thing-2019 (32).jpg
 • VM-thing-2019 (33).jpg
 • VM-thing-2019 (34).jpg
 • VM-thing-2019 (35).jpg
 • VM-thing-2019 (36).jpg
 • VM-thing-2019 (37).jpg