12.8.2019

Golfmót VM 2019 úrslit

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 9.ágúst á Hlíðavelli, Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Mjög fín þátttaka var á mótinu.

Sigurvegari VM mótsins var Bjarki Gunnarsson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.

Viljum við hjá VM óska honum til hamingju með sigurinn og þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í mótinu.

Úrslit punktakeppninnar voru eftirfarandi
1.sæti Bjarki Gunnarsson á 37 punktum
2.sæti Sigurbjörn Theódórsson á 36 punktum
3.sæti  Vilberg Grímur Helgason á 33 punktum

Úrslit án forgjafar voru eftirfarandi
1.sæti Oddgeir Björn Oddgeirsson á 29 punktum
2.sæti Sigurður Óli Guðnason á 24 punktum
3.sæti  Georg Júlíus Júlíusson á 23 punktum

Veitt voru nándarverðlaun á eftirfarandi brautum.
Á 7. braut var Vilberg Grímur Helgason næstur holu og hlaut að launum gjafabréf frá Héðni að upphæð kr. 10.000
Á 18. braut var Haraldur Gunnarsson næstur holu og hlaut að launum gjafabréf frá Héðni að upphæð kr. 10.000

Veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á braut næst holu.
Á 11. braut átti Daníel Jónsson lengsta upphafshöggið og hlaut að launum grillsett, sólgleraugu og húfa frá Kletti

Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til eftirfarandi fyrirtækja fyrir að veita verðlaun til að gera mótið sem veglegast.

Arion banki, Brimborg, Eimskip, Framtak, Gastec, Guðmundur Arason, Héðinn, Ísfrost, Íslandsbanki, Klettur, Kraftvélar, Málmtækni, Samskip, Sindri, TM, VHE, Vélar og Skip.

 • 01.JPG
 • 02.JPG
 • 03.JPG
 • 04.JPG
 • 05.JPG
 • 06.JPG
 • 07.JPG
 • 08.JPG
 • 09.JPG
 • 10.JPG
 • 11.JPG
 • 12.JPG
 • 13.JPG
 • 14.JPG
 • 15.JPG
 • 16.JPG
 • 17.JPG
 • 18.JPG
 • 19.JPG
 • 20.JPG
 • 21.JPG