18.6.2019

Þórður Guðlaugsson fékk fálkaorðu á þjóðhátíðardaginn

Þórður Guðlaugson fékk fálkaorðu Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 17. júní 2019.  Þórður var yfirvélstjóri á Þorkeli Mána í hamfaraveðrinu mikla árið 1959 þar sem togarinn Júlí fórst. Talið er að sú ákvörðun Þórðar að brenna bátadavíðurnar af skipinu þar sem það var lagst á hliðina vegna yfirísingar hafi bjargað skipinu og 32 manna áhöfn þess. Þórður var á sjó mestallan sinn starfsferil og alveg til sjötugs, síðast á Ottó N. Þorlákssyni RE.

Þórður var heiðraður á sjómannadaginn 2002 af Vélstjórafélagi Íslands.

Við óskum Þórði og fjölskyldu hans innilega til hamingju með að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.