Viðburðir 06 2019

straumsvik.jpg

þriðjudagur, 25. júní 2019

Samkomulag um frestun á viðræðum við ÍSAL

Frestun á viðræðum vegna sumarleyfa:  Samningsaðilar hafa komið sér saman um frestun á viðræðum vegna sumarleyfa og munu samninganefndir hefja aftur viðræður í september 2019. Vegna þessa mun ISAL greiða eingreiðslu að upphæð 100.000 kr.

Þórðurg4.png

þriðjudagur, 18. júní 2019

Þórður Guðlaugsson fékk fálkaorðu á þjóðhátíðardaginn

Þórður Guðlaugson fékk fálkaorðu Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 17. júní 2019.  Þórður var yfirvélstjóri á Þorkeli Mána í hamfaraveðrinu mikla árið 1959 þar sem togarinn Júlí fórst. Talið er að sú ákvörðun Þórðar að brenna bátadavíðurnar af skipinu þar sem það var lagst á hliðina vegna yfirísingar hafi bjargað skipinu og 32 manna áhöfn þess.

Golfmot 2017.JPG

þriðjudagur, 11. júní 2019

Golfmót VM 2019

Golfmót VM 2019 verður haldið á Hlíðavelli, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, þann 9. ágúst 2019. Ræst verður út frá kl. 12:00 til 14:00Þátttökugjald er kr. 4.900. (greitt á mótsstað)Skráningu lýkur þann 6. ágúst.