14.5.2019

Vinnustaðafundir vegna kjarasamnings VM við SA

Eins og flestir vita skrifaði VM undir kjarasamning við SA föstudaginn 3. maí s.l. 

Kosning um kjarasamninginn er í fullum gangi á heimasíðu félagsins og hvetjum við félagsmenn til þess að taka þátt í kosningunni. 

Starfsmenn félagsins hafa farið víða á vinnustaðafundi með kynningu á samningnum síðustu daga. í dag þriðjudaginn 14. maí höfum við heimsótt tíu vinnustaði og halda starfsmenn félagsins ótrauðir heimsóknum áfram næstu daga. 

Á morgun heimsækjum við félagsmenn okkar á Akureyri, hvetjum við alla okkar félagsmenn á norðurlandi til þess að mæta í Hof á morgun klukkan 17:00 þar sem kynning verður á nýja samningnum.