20.5.2019

Ferð eldri félaga VM 2019

Ferð eldri félaga VM verður farin miðvikudaginn 12. júní

VM býður til dagsferðar um uppsveitir Árnessýslu þann 12. júní þar sem m.a. verður stiklað á stóru um ævi Sigríðar Tómasdóttur, eins merkasta brautryðjanda í náttúruvernd á Íslandi.

Ekið verður frá Stórhöfða klukkan 10:00 og komið við í Skálholti og á Geysi. Á Brattholti, heimaslóðum Sigríðar verður snæddur hádegisverður og góður stans gerður við Gullfoss enda var Sigríður landskunn fyrir baráttu sína fyrir verndun hans.

Áætluð heimkoma er á milli kl. 18:00 og 19:00.

Skráning í síma 575 9800 eða á netfangið vm@vm.is