21.3.2019

Vegna verkfalla Eflingar og VR

VM beinir því til félagsmanna sinna að virða verkföll og ganga ekki í störf þeirra sem eru í verkfalli.
Verkfall nær til allra þeirra starfa sem kjarasamningur verkfallsboðenda tekur til, en útfærsla verkfallsins er í höndum félagsins sem boðar til verkfalls.

Stjórn VM hefur ákveðið að greiða verkfallsbætur á sömu forsendum og Efling gerir, eða kr. 12.000 á dag.

Virðum verkföll og göngum ekki í störf þeirra sem eru í verkfalli.