Viðburðir 03 2019

rh_object-0435.jpg

þriðjudagur, 26. mars 2019

Afhending sveinsbréfa vor 2019

Afhending sveinsbréfa fór fram á glæsilegri nýsveinahátíð á Hótel Nordica þann 21. mars. IÐAN - fræðslusetur átti veg og vanda að hátíðinni sem var hin glæsilegasta með tónlist og veitingum. Afhent voru sveinbréf í eftirtöldum greinum félagsins:20 í vélvirkjun5 í rennismíði2 í netagerð Þess má geta að Kristinn Freyr Þórsson fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi og óskar VM honum til hamingju með árangurinn.

Logo VM með texta

fimmtudagur, 21. mars 2019

Vegna verkfalla Eflingar og VR

VM beinir því til félagsmanna sinna að virða verkföll og ganga ekki í störf þeirra sem eru í verkfalli.Verkfall nær til allra þeirra starfa sem kjarasamningur verkfallsboðenda tekur til, en útfærsla verkfallsins er í höndum félagsins sem boðar til verkfalls.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 13. mars 2019

Námskeið um lífeyrismál

Þriðjudaginn 12. mars var haldið námskeið um lífeyrismál hjá VM. Mjög góð mæting og mikil ánægja var með námskeiðið.  Þar sem mikil ásókn er á þessi námskeið þá ætlar VM að vera með eitt námskeið í viðbót í vor.

Verkidn-5496-2019-WEB_facebook-instagram-1080x1080-1.png

föstudagur, 8. mars 2019

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Mín framtíð 2019 Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning 14.– 16. mars í Laugardalshöll Fimmtudagur 14. mars 08:20 • Opnunarhátíð09:10 • Keppni á Íslandsmóti hefst og „Prófaðu“ básar09:10 • Framhaldsskólakynning hefst14:00 • Opið fyrir almenning16:30 • Keppni á Íslandsmóti frestað til morguns17:00 • Framhaldsskólakynningu lýkur Föstudagur 15. mars 08:30 • Keppni á Íslandsmóti heldur áfram og „Prófaðu“ básar09:00 • Framhaldsskólakynning hefst14:00 • Opið fyrir almenning16:30 • Keppni á Íslandsmóti frestað til morguns17:00 • Framhaldsskólakynningu lýkur Laugardagur 16. mars 10:00 • Keppni á Íslandsmóti heldur áfram10:00 • Fjölskyldudagur – Fjör og fræðsla.