Viðburðir 02 2019
fimmtudagur, 28. febrúar 2019
Úttekt Verðlagseftirlitsins á gjöldum fyrir skóladagvistun (frístund), síðdegishressingu og skólamáltíðir sýnir að gríðarlegur munur getur verið á þeim milli sveitarfélaga. Þannig er 13.744 kr. munur á mánuði á hæstu og lægstu heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og hádegismat eða 123.696 kr.
mánudagur, 25. febrúar 2019
VM býður félagsmönnum sínum á námskeið um lífeyrismál þriðjudaginn 5. mars n.k. kl. 19.30. Athugið að makar félagsmanna eru velkomnir með á námskeiðið. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum VM að Stórhöfða 25 í fundarsal félagsins á 3. hæð.
föstudagur, 22. febrúar 2019
Samninganefnd VM var kölluð saman miðvikudaginn 20. febrúar. Guðmundur Helgi formaður félagsins fór yfir stöðu kjaraviðræðna með nefndinni og óskaði eftir samþykki til þess að vísa deilunni til ríkissáttasemjara í samvinnu við önnur iðnaðarmannafélög.
fimmtudagur, 21. febrúar 2019
VM er hluti af samfloti Iðnaðarmanna í kjaraviðræðum við Samtök Atvinnulífsins (SA). Fjöldi funda hafa verið haldnir til að vinna að gerð nýs kjarasamnings. Ótímabært er að segja til um það hvenær kjarasamningar muni nást en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en samninganefnd okkar telur æskilegt.
föstudagur, 15. febrúar 2019
Glæsileg nýsveinahátíð iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík var haldin laugardaginn 9. febrúar sl. í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Á hátíðinni voru 22 iðnnemar, úr 14 iðngreinum frá sjö skólum heiðraðir, ýmist með bronsi eða silfri.
þriðjudagur, 12. febrúar 2019
Um helgina birtist í fréttum gígantískar launahækkanir bankastjóra Landsbanka Íslands. Með þessu innleggi bankans eru kjaraviðræður launafólks settar í uppnám.
Stjórnmálafólk hefur gagnrýnt þessa hækkun en því miður hefur hvorki verið bakkað með þessa ákvörðun eða nokkur aðili þurft að bera ábyrgð á þessum gífurlega dómgreindarbresti.
mánudagur, 4. febrúar 2019
Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni.