3.1.2019

Ekk­ert bana­slys í flot­an­um

Í dag birtist frétt í morgunblaðinu og á mbl.is að ekkert banaslys varð á ís­lensk­um fiski- og flutn­inga­skip­um tvö síðustu ár og mun það vera í fyrsta skipti sem ekk­ert bana­slys verður meðal lög­skráðra sjó­manna tvö ár í röð.

VM fagnar þessu auðvitað og má að mati félagsins helst þakka stofnun Slysarvarnaskóla sjómanna 1985 þennan árangur. Sjómennskan er eitt hættulegasta starf sem til er og því mikilvægt að öryggismál séu tekin föstum tökum. 

Hægt að lesa fréttina hér.   

Á vísindavef Háskóla Íslands er hægt að finna fjölda banaslysa á sjó á árunum 1971-2010 og kemur þar fram að banaslys á íslenskum sjómönnum voru 203 á árunum 1971-1980 en hefur farið fækkandi síðan þá.

Hægt er að lesa greinina á vísindavefnum hér