Viðburðir 2018

Loðnuveiðar-small.jpg

föstudagur, 19. október 2018

Myndavélafrumvarpið

Í vor bárust fréttir af því að stórauka ætti eftirlit á öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands. Samkvæmt frumvarpsdrögum áttu skip að hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla.

VM_logo_an_stafa-small.jpg

mánudagur, 15. október 2018

Skortur á fagmenntuðum farinn að há iðnfyrirtækjum

Í fiskifréttum sem komu út þann 13. október, þar kemur fram að mikill skortur er á blikksmiðum, vélvirkjum, plötusmiðum og rennismiðum og skortur á sérmenntuðu vinnuafli er farið að há mörgum iðntæknifyrirtækjum.

fyrsta-skoflustunga-a-akranesi_bjarg_2.png

miðvikudagur, 10. október 2018

Bjarg íbúðafélag hefur byggingu á 33 leiguíbúðum á Akranesi

Fyrsta skóflustungan að 33 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir var tekin í dag við Asparskóga 12, 14 og 16 á Akranesi.  Reiknað er með að afhending til leigutaka verði í tvennu lagi, 1. júní og 1. júlí 2019. Þá hefur verið gert samkomulag við Akraneskaupstað um að þeir fái til ráðstöfunar 25% íbúðanna að Asparskógum.

framt-sigl-augl.jpg

miðvikudagur, 19. september 2018

Framtíð siglinga – Ráðstefna í Sjómannaskólanum

Framtíð siglinga – Ráðstefna í Sjómannaskólanum 27. september 2018 kl. 13:00 til 17:00 Í tilefni afmælis Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) standa Siglingaráð og Samgöngustofa að ráðstefnunni„Arfleifð okkar – Betri skip og rekstur fyrir bjartari framtíð“ Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Logo VM

miðvikudagur, 19. september 2018

Er ekki allt með felldu á þínum vinnustað?/ Is everything ok at your workplace?/ Czy w twoim miejscu pracy jest wszystko, tak jak należy?

VM vill biðla til sinna félagsmanna að hafa samband við stéttarfélagið ef uppi er grunur um það að ekki sé allt með felldu á vinnustaðnum sem þeir starfa á. Ef grunur er um launastuld, ef grunur er um að greitt sé undir lágmarkslaunum, að ekki sé virtur veikindaréttur, eða annað sem launafólk á rétt á.

Illugastadir_yfirlit

þriðjudagur, 11. september 2018

Orlofshúsabyggðin á Illugastöðum

Orlofshúsabyggðin á Illugastöðum í Fnjóskadal er fyrir löngu vel kunn flestum landsmönnum, svo margir hafa dvalið þar eða litið við hjá vinum og kunningjum sem þar hafa dvalið. Illugastaðir eru sívinsæll sumardvalarstaður.

LÝSA.png

mánudagur, 27. ágúst 2018

MÁLSTOFA IÐNFÉLAGANNA

Föstudaginn 7. september kl. 10.45 - 11.45 í Hofi, Akureyri. Í almennri umræðu er talað um að fjórða iðnbyltingin sé hafin. En hvaða áhrif mun hún hafa t.d. á störf iðnaðarmanna í framtíðinni? Munu róbótar taka yfir störfin? Eða munu þeir fyrst og fremst breyta þeim og skapa tækifæri til að gera störfin áhugaverðari? Til að ræða áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar og hvaða tækifæri hún býður iðnaðarmönnum.

retro-golf-man-2-clip-art-graphicsfairy.jpg

mánudagur, 27. ágúst 2018

Golfmót iðnfélaganna

Fyrsta sameiginlega golfmót iðnfélaganna á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar 1.september Golfmót iðnfélaganna fer fram laugardaginn 1. september á Akureyri á Jaðarsvelli Hvetjum félagsmenn til þáttöku í frábæru móti þar sem ánægjan verður í fyrirrúmi og hámarks þátttaka er 90 manns.

föstudagur, 17. ágúst 2018

The Nordic Welding Conference

Norræna málmsuðuráðstefnan, The Nordic Welding Conference, verður haldin dagana 23. og 24. ágúst. Norræna málmsuðuráðstefnan, The Nordic Welding Conference, verður haldin dagana 23. og 24. ágúst í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs að Vatnagörðum 20 í Reykjavík.

ASÍ - logo

fimmtudagur, 9. ágúst 2018

Félagsdómur staðfestir óskertan aðgang trúnaðarmanna til að sækja nauðsynlega fræðslu

Á vef ASÍ segir frá dómi sem féll í félagsdómi þann 4 júlí 2018 um óskertan aðgang trúnaðarmanna til að sækja nauðsynlega fræðslu.  Atvik málsins voru þau að einstaklingur í vaktavinnu taldi sig ekki eiga að tapa reglubundnum launum þó hún mætti ekki á kvöldvaktir í vinnu sinni í beinu framhaldi af trúnaðarmannanámskeiði síns stéttarfélags.