15.10.2018

Skortur á fagmenntuðum farinn að há iðnfyrirtækjum

Í fiskifréttum sem komu út þann 13. október, þar kemur fram að mikill skortur er á blikksmiðum, vélvirkjum, plötusmiðum og rennismiðum og skortur á sérmenntuðu vinnuafli er farið að há mörgum iðntæknifyrirtækjum. 

Rætt er við Guðmund Hannesson, einn eiganda Kælismiðjunnar Frosts og þar sem hann segir meðal annars " töluverð vöntun er á blikksmiðum, plötusmiðum, rennismiðum og vélvirkjum. Sama eigi við víðast hvar í iðngeiranum. Það vanti tugi ef ekki hundruði menntaðra blikksmiða, plötusmiða og vélvirkja til starfa í landinu. Auk iðntæknifyrirtækjanna vantar starfsmenn með þessa menntun til slippa, stálsmiðja og fyrirtækja sem eru í verkefnum fyrir álverin og virkjanir í landinu. Til margra ára hafa aldrei verið færri en tveir lærlingar á samningi hjá Frost á sama tíma. En allt hafa þetta verið nemendur í vélstjórn. Ásókn sé í það nám sem sé af hinu góða en á móti komi er ásókn í nám í blikksmíði, plötusmíði eða vélvirkjun mjög ábótavant.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér