19.10.2018

Myndavélafrumvarpið

Í vor bárust fréttir af því að stórauka ætti eftirlit á öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands. Samkvæmt frumvarpsdrögum áttu skip að hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla.

Töluvert hefur verið haft samband við félagið útaf þessu frumvarpi, bæði til þess að kanna hvar málið væri statt í kerfinu og einnig vildu félagsmenn VM vita hvernig þetta myndi hafa áhrif á þeirra störf svo dæmi séu tekin. 

VM hafði samband við sjávarútvegsráðuneytið útaf þessu. Svörin sem félagið fékk var að ekki væri búið að leggja frumvarpið fram og að ekki væri búið að ákveða hvort frumvarpið yrði lagt fram. 

VM mun vakta þetta mál og koma sjónarmiðum félagsmanna á framfæri ef frumvarpið verður lagt fram. Félaginu fannst einnig mikilvægt að fræða sína félagsmenn um stöðuna á málinu. 

Frumvarpsdrögin sem komu fram í vor er hægt að lesa hér.